Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 4

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Qupperneq 4
ÍÞRÓTTABLAÐIÐi íþróttir og útilíf Málgagn Iþróttasambands íslands Ritstjórar: Sigurður Magnússon og Steinar J. Lúðvíksson Skrifstofa ritstjórnar: Iþróttamiðstöðinni Laugardal Útgefandi: Frjálst framtak hf. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem Aðstoðarframkvæmdastjóri: Pétur J. Eiríksson Auglýsingastjóri: Sigríður Einarsdóttir Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18 Símar 82300, 82302 Áskriftargjald kr. 665 á mánuði, innheimt tvisar á ári kr. 3.990 Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Prentun á kápu: Prenttækni hf. Bókband: Félagsbókbandið hf. Litgreining kápu: Korpus hf. Héraðssambönd innan (Sf: Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Héraðssamband Strandamanna Héraðssamband Suður-Þingeyinga Héraðssamband Vestur-lsfirðinga Héraðssambandið Skarphéðinn (þróttabandalag Akraness Iþróttabandalag Akureyrar fþróttabandalag Hafnarfjarðar Iþróttabandalag ísafjarðar íþróttabandalag Keflavíkur Iþróttabandalag Ólafsfjarðar (þróttabandalag Reykjavíkur íþróttabandalag Siglufjarðar íþróttabandalag Suðurnesja (þróttabandalag Vestmannaeyja Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Ungmennasamband A.-Húnvetninga Ungmennasamband Borgarfjarðar Ungmennasamband Dalamanna Ungmennasamband Eyjafjarðar Ungmennasamband Kjalarnessþings Ungmennasamband N.-Þingeyinga Ungmennasamband Skagafjarðar Ungmennasamband V.-Húnvetninga Ungmennasamband V.-Skaftfellinga Ungmennasambandið Úlfljótur Sérsambönd innan (Sl: Badmintonsamband (slands Blaksamband Islands Borðtennissamband (slands Fimleikasamband Islands Frjálsíþróttasamband Islands Glímusamband íslands Golfsamband fslands Handknattleikssamband íslands Júdósamband Islands Knattspyrnusamband Islands Körfuknattleikssamband Islands Lyftingasamband fslands Siglingasamband fslands Skíðasamband íslands Sundsamband Islands Rítstjérnarspjall Vel heppnað íþróttaþing fþróttaþing fþróttasambands íslands var haldið í Reykjavík fyrstu daga septembermánaðar og sóttu það um 100 fulltrúar víðs vegar að af landinu. fþróttaþing er í raun æösta stjórnvald íþróttahreyfingarinnar, mótar stefnu hennar og kýs stjórn. Ríkti mikill áhugi á þinginu þar sem hin ýmsu málefni íþróttahreyfingarinnar voru brotin til mergjar og fjölmargar ályktanir gerðar. í ræðu sem forseti ÍSÍ, Gísli Halldórsson, hélt er þingið var sett kom fram að ætla má'að kostnaðurinn við að halda hinu fjölþætta íþróttastarfi gangandi á þessu ári væri um 780 milljónir króna, og er sennilegt að á næsta ári verði rekstrarkostnaður íþróttahreyfingarinnar komin á annan milljarð króna. í raun og veru er þarna alls ekki um háar tölur að ræða þegar þess er gætt að í íþróttastarfinu tekur nú þátt rösklega fjórði hver íslendingur, eða 66 þúsund manns og er íþróttahreyfingin langfjölmennasta og öflugasta félagshreyfing á Islandi. Vekur furðu hve treg stjórnvöld hafa jafnan verið til þess að viður- kenna þessa staðreynd og haga fjárstuðningi sínum í samræmi við hana. Á vegum íþróttahreyfingarinnar fer fram ótrúlega mikið æskulýðs og uppeld- isstarf — starf sem sennilega verður seint fullmetið þegar þjóðarheill er höfð í huga. Margt hefur áunnist frá því að síðasta íþróttaþing var haldið. Þannig fertala íþróttaiðkenda hérlendis jafnt og þétt vaxandi. Sem fyrr greinir eru félagar í íþróttahreyfingunni um 66 þúsund talsins, en þar fyrir utan iðka fjölmargir íþróttir sér til heilsubótar og ánægju, og nægir þar að nefna hina miklu aðsókn að sundstöðum landsins, svo og ótrúlega aukningu sem orðið hefur á skíðaiðkunum síðustu árin. Mjög margir sem þessar íþróttir stunda eru ekki félagar í íþróttahreyfingunni. Ánægjulegur þáttur í uppbyggingu íþrótta- starfsins hefur svo þátttaka fatlaðra í íþróttum veriö, en í setningarræðu sinni gat forseti ÍSÍ þess að mál væri nú komið á góðan rekspöl og hvatti hann alla sambandsaðila til þess að styðja framgang þess máls eftir því sem þeir höfðu tök á og aðstæður leyfðu. Gunnlaugur hættir Á íþróttaþinginu var Gísli Halldórsson einróma endurkjörinn forseti fSÍ, og aðrir í stjórn sambandsins eru þeir Sveinn Björnsson, Hannes Þ. Sigurðsson, Alfreð Þorsteinsson og Þórður Þorkelsson. Kemur Þórður í stað Gunnlaugs J. Briem sem baðst undan endurkjöti. Gunnlaugur hefur nú setið í stjórn ÍSÍ í 19 ár og verið gjaldkeri sambandsins meginhluta þess tíma. Hefur Gunn- laugur unnið íþróttahreyfingunni mikið og óeigingjarnt starf og var því vel til fundið af þingheimi að kjósa hann heiðursfélaga sambandsins. 4

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.