Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 7

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 7
um sem hafa jafnvel hærri tekjur en tekjuhæstu menn hérlendis. Einvígi í 1. deild íslandsmótið í knattspyrnu þróaðist á annan veg en flestir áttu von á. í við- tölum við leikmenn nokkurra 1. deildar liða, er birtust í íþróttablaðinu er ís- landsmótið var að hefjast voru þeir sammála um að baráttan um meistara- titilinn yrði mjög hörð í ár, og myndi jafnvel standa milli margra liða. Rétt er að keppnin var hin tvísýnasta, en tvö lið, Valur og Akranes, skáru sig algjör- lega úr í keppninni, og blandast engum hugur um að þessi tvö lið stóðu öðrum íslenzkum liðum feti framar á nýloknu keppnistímabili. Bæði liðin áttu það til að sýna afbragðsgóða knattspyrnu, og í raun var fullkömið jafnfræði með þeim. Spurningin virtist fremur vera um heppni eða óheppni. Sá leikur er skipti sköpum í mótinu var sennilega viður- eign þessara „risa“ í fyrri umferð móts- ins, en sá leikur fór fram á Akranesi. Þann leik vann Valur 1—0 á síðustu stundu, og fékk þar með þann byr undir vængi sem þurfti til þess að sigra í mótinu. Valsliðið var mjög heilsteypt og gott í Þaö var mark! 7

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.