Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 8

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 8
Tirest0"* íst T'rt',0» , PPfi ! • ' ' Eyjamenn og Þróttarar í baráttu. Eyjamenn brugðust að nokkru vonum áhangenda sinna, en Þróttur náði mark- miði sínu ísumar. sumar og hafði yfir óvenjulega miklu mannvali að ráða. Útkoma liðsins var líka einstaklega góð í mótinu, þar sem það vann alla leiki nema einn, sem lyktaði með jafntefli. Ef Valsliðið í sumar er borið saman við liðið í fyrra, en þá var það einnig í toppbaráttu, má ætla að það hafi verið svipað að styrk- leika. Munurinn var fyrst og fremst sá, að nú eru leikmenn liðsins orðnir reyndari og kunna betur en áður að út- færa þau leikkerfi sem liðið leikur. Þjálfari liðsins, hinn ungversk—belg- íski Nemet, virðist hafa náð að feta nákvæmlega í fótspor fyrirrennara síns, dr. Yuri Ilytschevs, og raunar frekar bæta við en hitt. Varla er unnt að tilnefna einn leik- mann Valsliðsins öðrum betri í sumar. Liðið vann sigra sína fyrst og fremst vegna góðrar liðsheildar og liðsskipu- lags. I einstökum leikjum áttu þó leik- menn sannkallaða stjörnuleiki, og kom Atli Eðvaldsson þar alloft við sögu. Ingi Björn átti líka sérlega gott keppnis- tífnabil, og var að venju mjög mark- sækinn og laginn leikmaður, sem að auki hefur svo augsýnilega góð sálræn áhrif á félaga sína. Frammistaða Sigurðar Haraldssonar markvarðar verður einnig í minnum höfð, en fróðir menn telja að það nálgist heimsmet hve lengi honum tókst að halda marki sínu hreinu í sumar. Akranesliðið var einnig mjög heil- steypt og skemmtilegt í ár, en tæpast verður þó sagt að það hafi haft yfir eins Hemla- og pústviðgerðir Varahlutir fyrir: Sjálfskipta gírkassa Hemla- ogpústkerfi Demparar í úrvali J. Sveinsson & Col Hverfisgötu 116 — Pósthólf 5532 Reykjavík — Sími 15171. 8

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.