Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 12

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 12
Haukar fylgdu KR-ingum óvænt upp í 1. deild. Óvænt, vegna þess að þegar síðasta umferð mótsins hófst höfðu bæði ísfirðingar og Þórsarar á Akureyri einnig góða möguleika á að berjast um það sæti. Haukarnir voru vel að þessum áfanga komnir, ekki sízt vegna þess að í fyrra voru þeir alveg á þröskuldinum. Nú er ekkert framund- an hjá Haukunum nema barátta og aftur barátta, ef þeir ætla að tryggja sig í sessi í 1. deildinni, og þarf varla að efa að svo verður, þar sem félagið er í miklum uppgangi um þessar mundir á fleiri vígstöðvum en í knattspyrnunni. Það voru svo Völsungar og Ármenn- ingar sem féllu í 3. deild og er líklegt að Ármenningar minnist þessa árs sem mikils hrakfallaárs. Lið félagsins féll í 2. deild bæði í handknattleik karla og kvenna., það komst ekki í úrvalsdeild- ina í körfuknattleik og loks féll knatt- spyrnulið þess í 3. deild. Ekki verður sagt svo skilið við 2. deildar keppnina, að ekki sé minnzt á frammistöðu Austfjarðaliðsins Austra, er vann sér sæti í deildinni í fyrra. Komu fá lið eins á óvart og Austri, en flestir höfðu búizt við að það færi rak- leiðis til þess staðar sem það kom frá. Þvert á móti var Austri að berjast á toppnum í 2. deild lengst af sumri og KR-ingar endurheimtu sæti sitt í 1. deild með miklum glæsibrag — unnu flesta leiki sína með yfirburð- um. Urðu andstæðingarnir oftast að lúta lágt fyrir þeim. velgdi beztu liðunum í deildinni ræki- lega undir uggum. Úr 3. deild koma svo lið Selfoss og Magna frá Grenivík. Selfyssingar eru þar hagvanir, en Magni hefur hins vegar ekki náð svo langt á knatt- spyrnusviðinu til þessa. Kvennaknattspyrnan Minna fór fyrir kvennaknattspyrn- unni í sumar, en undanfarin ár, og virðist hún smátt og smátt vera að leggja upp laupana. Er slæmt til þess að vita, þar sem knattspyrna er vel við kvennahæfi. Þyrfti KSÍ sennilega að geta aukið átak í útbreiðslu kvenna- knattspyrnunnar og freista þess að taka höndum saman við forráðamenn félaga og umráðamenn fjölmiðla til þess að lyfta kvennaknattspyrnunni á nýjan leik. Væri slæmt til þess að vita ef kvennaknattspyrnan lognaðist útaf, þar sem hún stefndi um tíma í það að verða hin blómlegasta. Sigurvegarar í kvennakeppninni, og þar með íslands- meistari, var lið Vals, en það var mál þeirra er fylgdust með keppninni að mikið jafnræði hefði verið með þremur þátttökuliðanna: Val, Breiðabliki og FH. Skeiðklukkur með milli- og biðtíma kr. 37.530.- HELGI SIGURÐSSON URSMIÐUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 3 S11133 Félagsheimili Kópavogs í hjarta Kópavogsbæjar. Sími 41391 Kvöldsími 20442 ÁRSHÁTÍÐ Tökum að okkur árshátíðir og mannfagnaði hverskonar í veislusal okkar á 2. hæð hússins. Leikið upplýsinga. Starfrækjum einnig mötuneyti alla virka daga frá kl. 9.00 — 16.00 fyrir hópa og einstaklinga. Góður matur á góðu verði.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.