Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Síða 17

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Síða 17
Ragrvar Olafsson skrif ar um golf v ^ Þetta keppnisttmabil stabfesti framfarir íslenzkra golfmanna Skemmtilegri og árangursríkri vertíð golfmanna er nú að verða lokið. í fyrstu grein minni í íþróttablaðinu í vor, mun ég hafa haft orð á því, að ég ætti von á skemmtilegu keppnistímabili og því, að ungu mennirnir myndu verða atkvæðamiklir í sumar. Þetta kom fram. Golfið hefur aldrei verið betra á íslandi en einmitt nú, og breiddin vex stöð- ugt. Ungu mennirnir uppfylltu þær vonir sem við þá voru bundn- ar og léku oftast afbragðsvel á mótum sumarsins. Yfirleitt var um gífurlega harða baráttu að ræða á mótunum, og úrslitin fengust stundum ekki fyrr en eftir svonefndan bráðabana. Þetta keppnistímabil var staðfesting á því hvað golfíþróttin er á mikilli uppleið hérlendis. Menn taka hana nú mun alvarlegar en áður og æfa meira — leggja meira á sig. Það er fyrst og fremst þessu að þakka að árangurinn hefur batnað svo mjög sem raun ber vitni, en einnig kemur þarna til að vellirnir eru stöðugt að batna, a.m.k. flestir. Með auknum áhuga og aukinni ásókn á vellina hafa verið gerðar meiri kröfur til gæða þeirra og golfklúbbarnir reyna eftir mætti að mæta þeim með nýjum framkvæmdum og endurbótum. Eins og önnur íþróttafélög eru þeir þó fjár- vana, og peningaleysið setur þeim þröngar skorður. Einu tekjurnar sem golfklúbbarnir hafa eru félagsgjöld, sem eru nokkuð há, kennslustyrkir og svo þátttökugjöld í golfmótum. Gefur auga leið að litlir golfklúbbar hafa því yfir takmörkuðu fjármagni að ráða, en víða hefur verið unnið mikið sjálf- boðaliðsstarf við gerð golfvallanna og viðhald þeirra, og hefur starfsemin fyrst og fremst byggzt á því. Eins og ég sagði áðan fara golfvell- irnir stöðugt batnandi. Þannig er t.d. unnið að framkvæmdum hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur um þessar mundir sem munu koma golfmönnum til góða á næsta keppnistímabili. Vellirnir úti á landi eru mjög mismunandi, en víða hefur þar orðið ánægjuleg þróun. Nú er t.d. unnið að stækkun golfvallarins á Akureyri í 18 holur og ætti því verki að vera lokið eftir 3—4 ár. í Vestmanna- eyjum hefur verið unnið mikið við endurbyggingu golfvallarins. Þá hef ég heyrt að á Hornafirði sé kominn skemmtilegur völlur, svo og á Húsavík. Annars hef ég ekki spilað sjálfur á þessum völlum, en gaman væri að fá tækifæri til þess að fara hringveginn og koma sem víðast við á þessum völlum og kynna sér þá. Svo ég víki að mótunum í sumar þá hefur íslandsmeistaramótið sennilega verið skemmtilegasta og „dramatísk- asta“ golfmót sumarins. Það var svolítið skrýtið að fylgjast með því úr fjarlægð — fá fréttir af því í gegnum símann, en ég hef verið með á íslandsmótum allt frá því ég byrjaði í golfinu. Fyrir mótið hafði ég spáð því að baráttan um titil- inn myndi standa milli Björgvins Þor- steinssonar, Geirs Svanssonar og Magnúsar Birgissonar. Frábær árangur Björgvins Þorsteinssonar á Jaðarsmót- inu sem haldið var skömmu fyrir' Islandsmótið styrkti mig í þeirri trú að hann yrði meistari, en þar lék hann á 147 höggum og hafði yfirburði svo sem sjá má af því að Þorbjörn Kjærbo sem varð í öðru sæti lék á 157 höggum. Á mótinu voru þeir Geir Svansson, Sigurður Hafsteinsson, Þorbjörn Kjær- bog og Óskar Sæmundsson lengst af í baráttunni, þótt mótið væri mjög jafnt spilað. En það var eins og þeir sem voru í baráttunni hafi gleymt sér á síðasta hringnum og farið að keppa sín á milli, án þess að gefa öðrum gaum. Hannes Eyvindsson og Gylfi Kristinsson lædd- ust þá aftan að köppunum. Hafði Sigurður t.d. 5 högga forystu á Hannes fyrir síðasta dag, sem er í raun töluvert á móti sem þessu. Þeir Hannes og Gylfi léku saman og hafa sennilega spilað hvorn annan upp, á sama tíma og hin- um mistókst, m.a. vegna þeirrar pressu 17

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.