Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 29

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 29
að Laugarvatni og skorar á hæstvirt Alþingi að veita nægilegt fjármagn til þess að unnt sé að hefja framkvæmdir á næsta ári. íþróttaþing bendir í þessu sambandi á framkvæmdir í Vest- mannaeyjum, við byggingu íþrótta- mannvirkja og telur að það fjármagn sem varið var til þeirra mannvirkja hafi skilað arði strax. íþróttaþing treystir því jafnframt að bráðabirgðaaðgerðir þær sem nú fara fram á Laugarvatni til þess að fleiri nemendur komist til náms í skólanum, verði ekki til þess að fyrirhugaðar framkvæmdir tefjist. 7. íþróttaþing hvatti til þess að alls staðar í röðum hreyfingarinnar væri haldið uppi heilbrigðum og skynsam- legum aga, þar sem réttindi og skyldur eru í jafnvægi. Telur þingið að þetta eigi ekki sízt við um ferðalög íþrótta- fólks og minnir því sérstaklega á grundvallarreglur ÍSÍ um ferðalög inn- anlands og utan og felur þingið sam- bandsstjórn ÍSÍ að taka þessar grund- vallarreglur ÍSÍ um ferðalög innan- lands og utan til nauðsynlegrar endur- skoðunar og senda síðan öllum sam- bandsaðilum. 8. íþróttaþing fagnaði því að nú er unnið að því að ná sem hagkvæmustum samningum við Flugleiði h.f. fyrir alla aðila sem ferðast á vegum íþrótta- hreyfingarinnar. 9. íþróttaþing fagnar þeim árangri sem náðzt hefur í baráttu íþróttasam- takanna fyrir lækkun tolla af íþrótta- tækjum og búnaði en skorar jafnframt á hæstvirtan fjármálaráðherra að beita sér fyrir samræmingu á tolli af íþrótta- vörum almennt þannig að sömu tollar verði greiddir af öllum vörum til íþróttaiðkana. 10. íþróttaþing telur brýna nauðsyn bera til að félagsgjöld íþrótta- og ung- mennafélaga verði samræmd og þau verði eigi lægri en svo að þau geti verið umtalsverður þáttur í fjáröflun félag- anna og að félagsmenn finni að sú þjónusta sem þeim er lögð í té, sé ein- hvers virði. íþróttaþingið beinir því þeim tilmælum til íþrótta- og ung- mennafélaga að þau ákveði að félags- gjöld verði eigi lægri en kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri og kr. 2.000 á aldrinum 12—15 ára. 11. íþróttaþing felur framkvæmda- stjórn sambandsins að beita sér fyrir lækkun á greiðslum fyrir auglýsingar í Ríkisútvarpinu og reynt verði að fá auglýsingagjöld fyrir íþróttakeppni og sýningar reiknuð samkvæmt lægstu gjaldskrá á hverjum tíma. Frá setningu ÍSÍ-þingsins 29

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.