Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 31

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 31
 i i „Landsliðs- þjálfarirm verður að velja liðið — standa og falla með því sem hann gerir" ,,Menn eru ekki nógu samstilltir til þess að ná verulegum árangri. “ > fcr eftir liöinu vegivar þegar ég var sextán ára, sagði Jóhann Ingi, — og var þá með yngri flokkana, eins og gerist og gengur. Fyrst var ég með fimmta flokk karla hjá Val, og var einnig nokkuð með kvennaflokka hjá félaginu. Síðan tók ég við eldri flokk- um, var m.a. með 2. flokk ÍR, en stóra stökkið hjá mér var svo er ég fór í nám til Júgóslavíu. Þangað fór ég árið 1976. Ég tel mig mjög heppinn með hvernig sú ferð tókst til. Ég dvaldi þarna hjá ákveðnu félagi og fékk að fylgjast með allri þjálfun hjá því, og að auki fékk ég að fylgjast með öllu því er júgóslav- neska landsliðið gerði á þeim tíma. Það sem var einna mikilvægast fyrir mig var að ég fékk að taka þátt í öllu sem þarna var að gerast — vera með á æfingunum og fékk því verklega reynslu. Fékk að finna hvaða áhrif þessi þjálfun hafði á mig. — Þú tókst það upp hjá sjálfum þér að fara þessa ferð? — Já, ég gerði það. Ég var lengi bú- inn að hafa áhuga á því að fara. Ég var búinn að uppgötva það að ég hafði eins gaman af því að þjálfa og að spila, en tækifærin til þess að menntast hér sem þjálfari voru hins vegar ekki mikil. Þetta var reyndar ekki kostnaðarsamt fyrirtæki fyrir mig, þar sem ég fékk góða aðstoð frá Júgóslava sem býr hér á landi, knattspyrnuþjálfaranum Mile, og ég fékk að búa hjá fjölskyldu hans. í Júgóslavíu dvaldist ég í á þriðja mánuð, en fór síðan til Vestur-Þýzkalands og fylgdist nokkuð með handknattleikn- um þar. Áður en ég fór í Júgóslavíu- ferðina hafði ég dvalið í Sviss eitt sumar og leikið þar með 2. deildar liði, og það víkkaði einnig sjóndeildarhringinn hjá mér. — Hvað tók svo við þegar þú komst heim? — Fyrsta verkefnið sem ég tók að mér sem þjálfari var landslið 21 árs og Rætt víð Jóhaivn Inga Gunnars- son landslibs- þjálfara 31

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.