Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 32

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 32
yngri, — fékk reyndar mjög skamman tíma til þess að undirbúa liðið, þar sem þetta lið var eiginlega búið til upp úr þurru, þegar sýnt þótti að Norður- landamót unglinga myndi falla niður. Liðið fór til Vestur-Þýzkalands í keppnisferðalag og náði þar allgóðum leikjum. í vestur-þýzka liðinu sem við kepptum við reyndist vera stór hluti þeirra leikmanna sem skipuðu liðið sem vann heimsmeistaratitilinn í fyrra- vetur. í fyrra tók ég svo að mér þjálfun 1. deildar liðs Fram og jafnframt var ég beðinn að taka að mér þjálfun ung- lingalangsliðsins. Það lið náði ágætum árangri, og hefur sá árangur örugglega orðið til þess að ég var nú beðinn að taka að mér þjálfun A-landsliðsins. — Varstu ekki smeykur að taka að þér þjálfun landsliðsins, eins og málin standa núna? — Vissulega var það stór ákvörðun. í fyrsta lagi kom það mér í opna skjöldu að ég skyldi vera beðinn um þetta. Ég var búinn að taka þá ákvörðun að setj- ast að á Spáni, og munaði raunar ekki nema einum degi að ég hefði gert það. Sigurður Jónsson, formaður Hand- knattleisksambandsins hafði símasam- band við mig, út af öðru máli, en undir lok samtalsins bjó hann mig undir það að ég kynni að verða beðinn um að taka að mér landsliðsþjálfunina. Ég frestaði því að skrifa undir samning um að þjálfa háskólalið á Spáni og fjórum— fimm dögum seinna hringdi Sigurður í mig og bað mig að koma heim til við- ræðna. Þegar ég kom svo heim var ég búinn að búa mig undir fundinn með stjórn HSÍ, spurði í þaula um hvert væri hugsað markmið með þjálfun minni og hvort virkileg alvara væri að baki þess- ari beiðni. Ég hafði haft það á tilfinn- ingunni áður en ég kom heim að þetta boð HSÍ væri fyrst og fremst hugsað til þess að „bjarga andlitinu“, þ.e. að ráða einhvern sem þjálfara. Ég vissi að ástandið var mjög slæmt hjá HSÍ, bæði fjárhagslega og eins var þar heldur ekki eining ríkjandi. Þegar í ljós kom á fundum þessum að það var einhugur um að ráða mig varð úr samningum. Þar er um að ræða rammasamning til fjögurra ára og launasamningur til eins ætlar þú út í kvöld ? Það má njóta lífsins á ýmsan hátt. Rabba yfir glasi, dansa, fá sér í gogginn, hlusta á tónlist eöa horfa á lííið. í Klúbbnum er að finna marga sali með ólíkum brag. Bar með klúbb stemmningu og lágværri músík, fjörugt Diskótek, danssal með hljómsveit og annan þar sem veitingar eru framreiddar. Þar er hægt að vera í næði eða hringiðu fjörsins eftir smekk,-eða sitt á hvað eftir þvi sem andinn blæs í brjóst. Þú getur átt ánægjulegt kvöld í klúbbnum. árs. Það tók mig heilan dag að forma rammasamninginn í samráði við lög- fræðing. Þarna er kveðið á um réttindi mín og skyldur, og hver framtíðar- markmiðin eru. Fæ ekki sömu aðstöðu og Janus Cerwinski — Það gefur auga leið að ég tek við landsliðinu á mjög erfiðum tíma, sagði Jóhann Ingi. — Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ t.d. aldrei þann tíma sem fyrirrennari minn, Janus Cerwinski fékk til þess að búa liðið undir verkefni. Það fór illa í Danmörku og allir eru sárir, sérstaklega þó félögin, sem þótti erfitt að gefa leikmenn sína eins mikið eftir og þau gerðu. Mér fannst per- sónulega mjög jákvætt að gera þá til- raun sem gerð var með undirbúningi liðsins fyrir Hm. Við erum of hræddir við að gera tilraunir og víst er að við náum aldrei langt, ef við viljum engu fórna. Við þeirri tilraun sem þarna var gerð fékkst raunar ekkert svar, hvorki jákvætt né neikvætt, ein- faldlega vegna þess að þjálfarinn var ekki hérlendis þegar mest á reið. Það sem ég tel að hafi ekki verið rétt í þessari tilraun var að eyða þremur mánuðum samfellt i undirbúning liðs- 32

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.