Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 33

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 33
ins — æskilegra hefði verið að taka þetta í lotum, svipað því sem önnur lið gerðu og náðu árangri með, t.d. Dan- mörk og Vestur-Þýzkaland, en þar voru landsmótin látin ganga nokkuð eðlilega fyrir sig. Þessar þjóðir byggðu reyndar upp á miklu lengri tíma en við, grunn- þjálfun og unglingaþjálfun er þar í miklu betra horfi en er hérna. Við héldum að allt myndi takast á tveimur árum. HSÍ lagði allt í að fá gott A— landslið, og ég er þeirrar skoðunar að markið hafi ekki verið sett nógu raun- hæft. Við vorum náttúrulega óheppnir líka og er viss um að ef Janus hefði verið hér í fyrravetur, hefðum við sigr- að Spánverjana. Ég er hins vegar þeirr- ar skoðunar að ólíklegt sé að við hefð- um sigrað Danina. Þeir voru með gott landslið í fyrra, sennilega sterkasta lið sem þeir hafa átt. í því liði voru leik- menn sem hófu landsliðsferil sinn hjá unglingalandsliðinu og höfðu leikið lengi saman er að heimsmeistara- keppninni kom. Fæ tæpast frið í fjögur ár — Nú vekur það athygli Jóhann Ingi, að þú velur yngri menn í liðið, og ætlar sýnilega að byggja upp til langs tíma. Eru fjögur ár nógu langur tími? ,,Flestir þeirra leikmanna sem iéku í heimsmeistarakeppninni í Dan- mörku eru nú erlendis, og ég efast um að HSÍ telji sig hafa bolmagn til að kalla þá heim, jafnvel þótt ég vildi velja þá." — Ef ég á að vera hreinskilinn, þá býzt ég ekki við að fá frið í fjögur ár til þess að byggja upp lið. Menn eru ekki nógu samstilltir að ná verulegum ár- angri. Hér er mikið af hæfileikamönn- um í handknattleiknum og kringum íþróttina, en það er hver í sínu horni og menn geta ekki unnið saman. Ef það kæmi mjög góð stjórn í HSÍ — menn sem hafa „diplómatíska“ hæfileika þá er möguleiki fyrir hendi. — Ertu með þessu að segja að þú gerir ekki ráð fyrir að vera þjálfari út samningstímabil þitt? — Ég er ekki búinn að sjá það. Að vísu hef ég ekki fundið neina andúð ennþá, og menn hafa reynt að standa vel á bak við mig. Ég hef alltaf sagt það að þjálfarinn á íslandi fylgir landsliðs- genginu, og það er óvíst hvert það verður. Það mun hins vegar ekki standa á mér að halda áfram við verkefnið, fái ég frið til þess. YONEX - badmintonspaðar Eru í sérflokki, bæði í útliti og gæðum. Fullkomin viðgerðar- þjónusta. Fást í öllum helztu sportvöruverzlunum Einkaumboö: Steinar Petersen Goðheimar 3, Rvík. Sími 8-55-84 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.