Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Síða 34

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Síða 34
ágætu mönnum. Hann var á Spáni þegar þetta lið var valið og hefur tæpast komist inn í Valsliðið ennþá. Ólafur Benediktsson er víst á förum aftur til Svíþjóðar. Árni Indriðason fór ekki með til Færeyja. Hann var í þeirri stöðu, atvinnu sinnar vegna að þurfa að velja og hafna í sambandi við keppnis- ferðirnar, og ég lái honum það ekki þótt hann veldi aðrar ferðir fram yfir þessa. Aðrir sem voru í Danmerkurliðinu og eru hér heima voru flestir í liðinu einnig nú. Hitt er ekkert launungarmál að með þvi að velja kornunga leikmenn í liðið nú, er ég að stefna að framtíðarliði. Það verður meginverkefni þessa fyrsta árs hjá mér að reyna að byggja upp kjarna framtiðarliðs. Það liggur líka ljóst fyrir að í keppnina á Spáni er nauðsynlegt fyrir okkur að tefla fram okkar allra sterkasta liði, og því munu ekki allir þessir ungu menn fara þangað. En þeir verða að fá sín tækifæri og öðlast reynslu — þeir fá hana ekki með því að horfa á eða bíða eftir því að verða gamlir. „Útlendingarnir“ verða að vera betri — Hvað með þá leikmenn sem leika með erlendum liðum — „útlending- ana“ okkar? — Það er erfitt mál. Það sem ég tel að við þurfum að gera, er það að þegar stórmót eru í vændum, þá verði HSÍ að setja reglur um það að leikmenn megi ekki gera samninga við erlend félagslið fyrr en eftir slíka keppni. Það verður bókstaflega að gera eitthvað i þessu máli. Það skapast meira en lítið vanda- mál, ef sú staða kemur t.d. upp að við missum okkar beztu leikmenn þegar við erum í miðjum undirbúningi með liðið, — leikmennina sem við ætluðum að byggja á. Hvað varðar leikmennina sem leika erlendis núna, þá mun ég nota ein- hverja þeirra, en ég hef sagt það að ekki verða valdir aðrir leikmenn en þeir sem eru áberandi betri en þeir sem við eig- um hérna heima. Þeir verða að vera það þar sem þeir geta ekki tekið nema tak- markað þátt í undirbúningum. Þeir þurfa að geta komizt inn í það sem verið er að gera og það sem búið er að gera. Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni og ítreka hana hér, að ég tel marga þeirra leikmanna sem eru er- lendis aðeins vera jafngóða þeim sem ,,Allt í lagi að eldri leikmenn fari utan og endi þar sinn feril, eins og t.d. Björgvin Björgvinsson." Landsliðsþ jálf arinn verður að velja liðið — Nú verður þú „einvaldur“ líka. Telur þú það réttu stefnuna að lands- liðsþjálfarinn velji einnig liðið? — Já, ég held að hann eigi að formi til að vera „einvaldur“, en æskilegt er að þjálfarinn hafi menn sér til aðstoðar sem hann getur ráðfært sig við. Helzt liðsstjóra sem væri honum mjög náinn, — maður sem hann getur algjörlega treyst og leitað til í sambandi við val á liðinu. Einvaldur er svolítið miðalda- legt orð í mínum huga, en ég held þó að það sé óhjákvæmilegt að þjálfarinn beri einnig ábyrgð á vali landsliðsins, því annars er hætt við því að hann lendi í deilumálum og hafi ekki í liði sínu þá leikmenn sem hann telur bezta. Þjálf- arinn á einnig að standa og falla með vali sínu. liggur það ljóst fyrir að þeir leikmenn sem léku þar eru flestir erlendis, og ég efast stórlega um það að HSÍ hefði bolmagn til þess að kalla þá heim til leikja við Færeyinga, jafnvel þótt ég hefði áhuga á að fá þá. Geir Hall- steinsson gaf ekki kost á sér til þessarar ferðar, þar sem hann er ekki kominn í æfingu, og er auk þess að fást við þjálf- un. Jón Karlsson var einn af þessum Margt sem kemur inn í valið — Nú hefur þú þegar valið landslið og stjórnað því í leikjum. Mörgum fannst byltingarbragur á því vali þínu. Var það grundað á því sem þú sagðir áðan um framtíðarmarkmiðin? — Það er auðvitað margt sem spilar þarna inn í. Byltingin hefur í sjálfu sér ekki orðið svo mikil. Ef við horfum til landsliðsins sem lék í Danmörku, þá ,,Ber mikla virðingu fyrir Stenzel og tel að við höfum margt til hans að sækja í þjálfuninni. “ 34

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.