Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 37

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Side 37
þeirra gengu ekki, að þeir köstuðu knettinum oftsinnis langt upp í áhorf- endasvæðið. Tek Stenzel mér til fyrirmyndar — Tekur þú Stenzel þér til fyrir- myndar í þjálfuninni? — Já, það liggur fyrir að ég ber mikla virðingu fyrir honum sem þjálfara, og tel að við höfum mikið til ráðlegginga hans að sækja. Ég hef t.d. þýtt bókina sem ég minntist á áðan, en þar er hver einasta æfing júgóslavneska landsliðs- ins síðasta árið fyrir Olympíuleikana tekin fyrir og skýrð. Ég byggi mikið á hans hugmyndakerfi og er ekki einn um það, þar sem það er grundvöllur að allri handknattleiksþjálfun í Júgóslavíu. Þar á ég sérstaklega við líkamlegan undir- búning, en ég hef ekki haft nein tæki- færi til þess að sinna þeim þætti þjálf- unarinnar ennþá. Þá er margt í sam- bandi við tækni og hraða sem hann kemur með og má nefna að í upphitun hefur hann notað mikið körfuknattleik. Tilgangurinn er að þjálfa menn í knatttækni og eins að leika stíft „maður á mann“ vörn, Stenzel var ekki fyrstur til þess að sækja til körfuknattleiksins. Þegar veldi Rúmena var sem mest, þá stálu þeir hugmyndum sínum beint úr körfuknattleiknum, þ.e.a.s. „blokker- ingunum“. Þótt ég taki Júgóslava mest til fyrirmyndar mun ég reyna að vera opinn fyrir öllu og hef núna fengið pólska handknattleikskennslubók og rúmenska og er að reyna að glugga í þetta. 9.—12. raunhæft markmið — Að lokum Jóhann Ingi: Fáir þú frið með íslenzka landsliðið í fjögur ár og náir því fram sem þú ætlar þér, hvar verðum við þá staddir árið 1982? — Það liggur náttúrlega fyrir að ég fæ aldrei það sem ég myndi helzt kjósa mér í sambandi við aðstöðu og annað slíkt. Ég breyti ekki þeim sem ráða í þeim efnum. Ég vil að við setjum okkur raunhæft markmið og er þeirrar skoð- unar að það hefði átt að vera keppikefli íslendinga í síðustu heimsmeistara- keppni að komast í 9.—12. sætis keppnina og ná þar sem beztum ár- angri, t.d. 9. sæti. Það er það markmið sem ég tel raunhæft fyrir keppnina 1982. Formaður tækninefnda alþjóða handknattleikssambandsins sagði við mig, að það væri útilokað fyrir íslend- inga að gera kröfu til þess að lið þeirra væri eitt af átta beztu, — við getum ekki staðizt „austantjaldsþjóðunum“ snún- ing nema með gjörbreyttu kerfi og það mun ekki breytast að ráði, á hverju sem gengur. Kunst sagði að það hefði verið hálfgerð þjóðarsorg í Rúmeníu, vegna þess að lið þeirra lenti í 7. sæti í FIM. Hér hefði það næstum jafngilt heims- meistaratitli hefðum við náð því sæti. NÝJUNG! VATNSNUDDTÆKIÐ FRÁ GROHE ER BYLTING Þaö er eins og aö hafa sérstakan nuddara i baðherberginu heima hjá sér, slík eru áhrif vatnsnuddtækisins frá Grohe. Frábær uppfinning sem er oröin geysivinsæl erlendis. Tilvaliö fyrir þá sem þjást af vöðvabólgu, gigt og þess háttar. Hægt er aö mýkja og herða bununa að vild, nuddtækið gefur 19-24 lítra meö 8.500 slögum á mínútu. Já, þaö er ekkert jafn ferskt og gott vatnsnudd. En munið að þaö er betra aö hafa „orginal“ og það er GROHE. Grohe er brautryöjandi og leiöandi fyrirtæki, á sviöi blöndunartækja. BRBYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIO) 37

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.