Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 39

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 39
aurana í banka. Skammtaði hann Stanley þó vasapeninga, en þeir voru ekki það miklir að þeir nægðu fyrir strætisvagnafar- gjaldi þá þrjá kílómetra sem voru milli Henley og Victoria Ground þar sem Stoke City æfði. — Þú hefur bara gott af því að ganga, það gerir þig hraustan, sagði faðirinn. Á sautján ára afmælisdegi sínum undir- ritaði Stanley atvinnusamning við Stoke City, og hann varð strax fastur maður í lið- inu og skoraði allmörg mörk fyrsta keppn- istímabilið. Sinn fyrsta landsleik lék hann þegar hann var 19 ára og var svo heppinn að skora mark í honum. Framtíð hans í lands- liðinu var þó óviss, þar sem margir sögðu að hann væri alltof hægfara og daufur. Stanley sýndi þó brátt að það er ekki nóg að geta hlaupið hratt í knattspyrnu, það þarf að kunna ýmislegt annað, og í landsleik sem Englendingar léku við Tékka árið 1937 skoraði hann þrjú af fimm mörkum Eng- lendinga í leiknum. Sir Stanley Matthews lék með Stoke City í 16 ár. Tvívegis bað hann um að vera seldur frá félaginu, en í fyrra skiptið neituðu for- ráðamenn þess að gefa hann lausan. Sögðu að fólkið krefðist þess að hann yrði kyrr, og ef hann væri óánægður með eitthvað þá skyldu þeir sjálfir fara fremur en hann. Níu árum síðar fékk hann vilja sínum fram- gengt. Hann átti þá við meiðsli að stríða og var settur út úr aðalliði Stoke. Forráðamenn liðsins töldu að hann væri búinn að vera og samþykktu að setja hann á sölulista. Sam- dægurs keypti Blackpool hann fyrir upp- hæð sem svarar til 1 milljón króna. Þurfti engan að undra þótt Stanley kysi að fara til Blackpool, þar sem hann átti hótel í þeirri borg og kunni þar jafnan mjög vel við sig. Hjá Blackpool var hann síðan í 14 ár og á þessum árum vann hann það sem alla enska knattspyrnumenn dreymir um — sigur í bikarúrslitaleik á Wembley. Það gekk þó ekki alltof vel fyrir hann að ná þessum titli. Árið 1948 komst Blackpool í úrslit á móti Manchester United og tapaði og 1951 komst liðið í úrslit og þá var New- castle mótherjinn. — Þetta er síðasta tækifærið mitt, sagði Stanley Matthews fyrir þann leik. En New- castle sigraði í leiknum 2—0, og mörkin skoraði Jackie Milburn, náfrændi Charlt- onbræðranna frægu. Stanley gaf upp vonina að hann fengi aftur tækifæri til að taka þátt í bikarúrslita- leik á Wembley, en það óvænta gerðist að árið 1953 komst Blackpool enn á ný í úr- slitin, og var sá leikur kallaður „Úrslita- leikur Stanley Matthews", æ síðan. Hvort að þetta var hans bezti leikur fyrr og síðar er erfitt um að segja. Hann lék svo marga stórleiki, eins og t.d. þegar hann skoraði þrennuna í landsleiknum við Tékkóslóvakíu, þegar hann skoraði þrennu í landsleik við Þjóðverja sem árið áður Bezti knattspymu- mabur allra tíma? Stanley Matthews með verðlaunapeninginn fræga. Sjaldan hefur knatt- spyrnumaður sýnt annan eins stjörnuleik, og að lokum auðnaðist þessum fræga knattspyrnugarpi að vinna til eftirsóknarverðra verðlauna. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.