Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 40
Henson Leikfimisfatnaður Stutterma — langerma crepebolir m. röndum og án. Allir litir. í öllum helstu sportvöruverslunum landsins. Henson sportfatnaður hf. Sólvallagötu 9. S. 11313—29815. 40 höfðu hlotið heimsmeistaratitilinn í knatt- spyrnu og þegar hann skoraði fimm mörk í 7—2 sigurleik Englendinga yfir Skotum. Það var einmitt í þeim leik sem Duncan Ed- wards Iék sinn fyrsta landsleik. „Strákurinn hans Busby“ var Edwards kallaður og margir Englendingar eru sannfærðir enn þann dag í dag að hann hefði orðið mesti knattspyrnumaður sem uppi hefur verið, hefði hann lifað, en Edwards var einn þeirra er fórst í flugslysinu við Munchen 1958. Þá var hann 21 árs að aldri og hafði þegar leikið 18 landsleiki. En snúum okkur aftur að umræddum bikarúrslitaleik Blackpool og Bolton Wanderes. Bolton hafði forystu í leiknum 3—1 þegar 10 mínútur voru til leiksloka í „úrslitaleiknum hans Stanley“. En þá tók gamli maðurinn til sinna ráða. Skyndilega var hann allstaðar á vellinum og alltaf með knöttinn. Hann dansaði gegnum vörn Bolton hvað eftir annað, og þótt allt væri gert sem unnt var að gera til þess að stöðva hann, bæði löglegt og ólöglegt, var hann óviðráðanlegur. Það sem eftir var leiksins voru varnarleikmenn Bolton nánast sem staðgenglar á þessu stórkostlega sviði. Tveimur mínútum fyrir leikslok bar barátta Stanley loks árangur. Hann lék á hvern Bolton-leikmanninn af öðrum og sendi síð- an knöttinn hárnákvæmt á höfuð Stan Mortensens, sem skoraði. Samvinna þess- ara tveggja leikmanna þótti jafnan framúr- skarandi. og sendingar Stanleys á Morten- sen voru svo nákvæmar, að ménn sögðu að hann væri aðeins að þurrka svitann af enni félaga síns. Nú var staðan 3—2 fyrir Bolton og tvær mínútur eftir af leiknum. Dæmd var aukaspyrna á Bolton sem Mortensen tók og þrumuskot hans smaug gegnum vörn Bolton og hafnaði óverjandi í markinu. 3—3 og nú var ekki nema ein mínúta eftir. Hún nægði líka. Þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. náði Stanley knettinu, lék í gegn- um vörn Bolton og skyldi varnarleik- mennina eftir liggjandi á vellinum. Að lok- um sendi hann knöttinn á félaga sinn Bill Perry, sem þurfti ekki að gera annað en að renna honum í markið. Stanley Matthews á blómaskeiði sínu. Knattspyrnugarpur sem einnig hefur verið aðlaður og samtímamaður Stanleys Matthews á knattspyrnu- veliinum. Sir Alf Ramsey, sem síðar varð stjórnandi enska landsliðsins og leiddi það til sigurs í heimsmeist- arakeppninni 1966. Þar með hafði Stanley fengið óskadraum sinn uppfylltan, og nafn hans var á vörum allra knattspyrnuunnenda á Bretlandseyj- um. Sem dæmi um vinsældir hans má nefna að þegar hann kom aftur til Stoke City árið 1961 jókst áhorfendatala að meðaltali um 10.000 á leik. Og það voru t.d. 33.000 áhorfendur á Victoria Ground dag einn í maí 1963, þegar Stoke þurfti að ná öðru stiginu í leik sínum við Luton Town til þess að komast upp í 1. deild. Luton þurfti hins vegar á sigri að halda í leiknum, ef félagið átti að halda sér uppi í 2. deild. Lengi vel var staðan 1—0 fyrir Luton, en þar kom að Stanley skoraði, og varð mark þetta síðasta markið sem hann skoraði í ensku deildar- keppninni í knattspyrnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.