Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 41

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 41
Eiuy Þótt kappinn sé kominn á sjötugsaldur lætur hann sig ekki muna um að snúa á mótherjann. í fullu fjon Það eru sennilega ekki margir sem fylgjast með 3. deildar keppni meist- aramóts Möltubúa í knattspyrnu. Þótt knattspyrnan sé sú íþróttagrein sem er í hávegum höfð á eyjunni, þykja Möltubúar ekki miklir knatt- spyrnumenn og tæpast gjaldgengir lengur í hina hörðu samkeppni sem ríkir í stórmótum, svo sem Evrópu- mótum og heimsmeistarakeppni. Sjálfir segjast Möltubúar vera álíka að styrkleika og íslendingar, en það myndum við aldrei viðurkenna. Víst er að knattspyrnan rís fráleitt hátt í 3. deildinni hjá þeim, og áhorfendameðaltal að 3. deildar leikjum þar, mun vera innan við eitt hundrað. Er það aðeins eitt þriðju-deildar liðanna sem jafnan dregur að sér nokkurn áhorfenda- skara og eru það helzt brezkir ferðamenn sem koma til þess að sjá það leika. Lið þetta heitir Paolo og brezku ferðamennirnir koma ekki til þess að sjá knattspyrnu þess, heldur miklu fremur til þess að fylgjast með gráhærðum öldungi er með því leik- ur og láta hugann reika aftur í tím- ann til þess er öldungurinn var ung- ur maður sem heillaði þúsundir knattspyrnuáhugamanna í Bretlandi með hæfni sinni. Sá leikmaður er þarna er um að ræða er enginn ann- ar en sir Stanley Matthews, sem enn tekur þátt í leiknum af lífi og sál, og ber af öðrum leikmönnum Pa- olo-liðsins þótt hann sé nú kominn á 64. aldursárið. Reyndar er hraðinn ekki sá hinn sami og áður, en knatt- tækninni hefur hann haldið við og enn virðist hann þeim hæfileikum búinn að seiða knöttinn til sín og galdra hann síðan beint fyrir fætur samherjans. Sir Stanley Matthews fluttist til Möltu fyrir nokkrum árum, keypti sér þar litla íbúð og hugðist eyða þarna ævikvöldi sínu í friði og spekt. Það var honum hins vegar of mikil freisting þegar forráðamenn Pa- olo-liðsins komu til hans og buðu honum samning — ákveðna upp- hæð fyrir hvern leik sem Paolo-liðið leikur. Skórnir voru dregnir fram, dustað af þeim rykið og byrjað að æfa. — Ég ætla að leika knattspyrnu meðan ég get hreyft fæturna, sagði sir Stanley Matthews nýlega í viðtali við brezkan blaðamann sem heim- sótti hann til Möltu og fylgdist með því hvernig hann bókstaflega lék andstæðinga sína upp úr skónum i leik með liði sínu. Paolo tapaði reyndar leiknum I—2, en sir Stanley yfirgaf völlinn með bros á vör. Ára- tugakeppnisferill hefur kennt hon- um að taka jafnt tapi sem sigri með jafnaðargerði. — Ég hef gert allt til þess að halda mér í formi síðan ég hætti í atvinnuknattspyrnunni sagði sir Stanley við blaðamanninn, og bætti síðan við með nokkru stolti í rödd- inni. — Ég er ekki grammi þyngri en ég var þegar ég lék minn síðasta leik með Stoke City. Formaður Paolo-félagsins og jafnframt fyrirliði knattspyrnuliðs- ins heitir Victor Zahra og er hann 23 ára að aldri. — Við átturn í miklu stríði við sjálfa okkur áður en við fórum til sir Stanley, sagði hann við blaðamanninn. — Við vorum hræddir við að sir Stanley myndi taka okkur illa, en hann hugsaði sig ekki eitt andartak um áður en hann svaraði okkur — það er mér mikill heiður að fá þetta tilboð. Paolo-liðið æfir tvisvar í viku. Fyrsti maður sem mætir á æfingar liðsins er sir Stanley og það er sem hann beri mikla virðingu fyrir öllum félögum sínum í liðinu, jafnvel þótt hann gæti verið afi flestra leik- mannanna. Þetta hefur orðið til þess að leikmenn Paolo-liðsins elska sir Stanley, og orð hans eru lög hjá fél- aginu. — Sir Stanley er ekki aðeins mikill knattspyrnumaður, heldur mikill heiðursmaður, sagði Victor Zahra, — og við munum aldrei gleyma honum. Hvort sem hann leikur með okkur í lengri eða skemmri tíma er víst að við munum allir minnast þess tíma með stolti þegar við lékum í sama liði og hann. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.