Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 45

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Blaðsíða 45
fyrir heimssýningunni 1967 og gerði hana síðan að stöðugu ferðamannaað- dráttarafli undir nafninu „Maðurinn og heimur hans“. Með þessi afrek í poka- horninu virðist, sem hann hafi talið að hann gæti afrekað hvað sem væri. Drapeau bauð upphaflega í leikana 1972, en tapaði fyir Miinchen. Drapeau gerði sér ljóst að til þess að vinna al- þjóða Ólympíunefndina yrði að bæta sálrænum brögðum fremur en við- skiptalegri tækni. Mennirnir í nefnd- inni vildu að gengið yrði á eftir sér, eins og ástmögur, sem vill mikla athygli og eftirgengni áður en látið er til leiðast. Næstu árum eyddi hann í að ferðast með þotum um heiminn, elta uppi nefndarmenn og biðla til þeirra. Þegar að því kom að bjóða í leikana 1976 voru Moskva og Los Angeles helztu keppinautarnir. Los Angeles í tilefni 200 ára afmælis bandarísku byltingarinnar og Sovétmenn til þess að vekja athygli á sér á viðskiptamörk- uðum heims. Báðar þessar borgir voru taldar standa sterkar að vígi en Mont- real, Los Angeles með öll helztu íþróttamannvirki byggð og Sovétmenn vegna þess að þeir treystu á stuðning austurblokkarþjóðanna. Drapeau hafði hins vegar aflað sér svo mikillar þekk- ingar á störfum alþjóða Ólympíu- nefndarinnar að hann skildi nefndar- menn betur en Bandaríkjamenn og Rússar. Hann vissi að flestir nefndar- menn voru auðmenn, sem nutu helzt gjálífistómstunda um borð í snekkjum sínum eða einkaklúbbum. Hann vissi líka að meðal nefndarmanna var vax- andi uggur um að leikarnir væru að verða of stórir og brátt kæmi að því að nefndin hætti að ráða við verkefnið. Þegar að opnun tilboðanna kom og fundir voru haldnir um þau sagði Drapeau „í Montreal verður tryggt að haldnir verða mannlegir leikar, göfugir, en með einföldu sniði. Með því að forðast óhóflega eyðslu er hægt að halda leika, þar sem tekjur mæta kostnaði“. Það sem Drapeau meinti var að hann myndi tryggja nefndinni að hún fengi sína fagurlega skreyttu tertu og gæti líka borðað hana. Hann lofaði öllu því tildri og umstangi, sem er hjarta leik- anna og sem nefndarmenn unna öllu öðru fremur og að hann myndi gera þetta fyrir verð, sem myndi eyða gagn- rýninni sem nefndin hafði fengið fyrir að leyfa óhóf í leikjahaldi. Orð hans Glæsileikan skal ekki skorta. En dýrt er Drottins orðið. Myndin er af likani mannvirkja vegna Olympiuleikanna í Moskvu 1980. voru eins og ljúf tónlist í eyrum nefnd- armanna, sem að sjálfsögðu úthlutuðu Montreal leikunum. Drapeau þakkaði fyrir sig með því að láta fljúga þotu- farmi af góðgæti frá Montreal til Ev- rópu. Það er eitthvað smitandi við Ólym- píuleikana, sem sumir kalla Olympíu- hitasótt. Fyrir íþróttamanninn er það hið örvæntingarfulla átak að ná því marki að komast þangað og vinna gullið. Þetta er skiljanlegt, en öðru máli skiptir um gestgjafana og guðfeður leikanna í nefndinni. Það leið ekki á löngu áður en draumur Montrealbúa um hóflega leika hvarf í vímu hitasóttarinnar. Ól- ympíunefndin IOC neitaði fljótlega að íþróttamenn og aðrir gestiryrðu hýstir í heimavistum skóla í borginni og krafð- ist þess að byggt yrði Olympíuþorp. Síðan komst Drapeau að þeirri niður- stöðu að íþróttamannvirkin, sem fyrir voru og átti upphaflega að notast við, væru ekki nægilega glæsileg. Gerðar voru áætlanir um hönnun íþróttaleik- vangs og annarra mannvirkja, sem voru stjarnfræðilegar. Þá komu til sögunnar alþjóða íþrótta- ráðin. IOC sér í raun og veru aðeins um 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.