Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 50

Íþróttablaðið - 01.09.1978, Page 50
I hálfleik Maraþoiviírslit Ekki gekk þrautalaust að fá úrslit fram í dönsku bikarkeppninni í knattspyrnu i ár. Lið Frem og Es- bjerg unnu sér rétt til þátttöku í úr- slitaleiknum, og var það ekki fyrr en eftir þrjá leiki og 14 vítaspyrnur sem Frem stóð uppi sem sigurvegari. í fyrsta leiknum varð jafntefli og reyndu liðin þá með sér öðru sinni. Hið sama kom upp á teninginn, jafntefli eftir framlengdan leik. Þeg- ar liðin mættust í þriðja sinn hafði Frem lengst af forystu í leiknum, en Esbjerg tókst að jafna á 88. mínútu. Framlengingin var markalaus og því gripið til vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslitin, og þá loks marði Frem sigur. Heynckes þjálfarí Hinn þekkti knattspyrnumaður Jupp Heynckes hefur gert samning við félag sitt Borussia Mönchen- gladbach um þjálfunarstörf fyrir það. Heynckes sem nú er 32 ára, var lengi einn bezti knattspyrnumaður félagsins og lék hann alls 38 lands- leiki. I fyrra varð hann fyrir slæmum meiðslum, og þótti þá sýnt að ferill hans sem knattspyrnumanns var á enda. En Borussia Mönchenglad- bach á örugglega eftir að njóta góðs af hæfileikum hans í framtíðinni, þar sem sagt er að Heynckes sé einnig mjög snjall og útsjónarsamur þjálfari. Vcr&ur liðum fækkaö Búizt er við því að fyrir þing Knattspyrnusambands íslands sem haldið verður í byrjun desember verði lögð tillaga um fækkun liða í 1. deild. Þykir sennilegt að tillaga komi um að stofna úrvalsdeild með svip- uðu fyrirkomulagi og er í Skotlandi, og yrðu þá væntanlega 6 lið í þeirri deild. Hvort slík tillaga nær fram að ganga er hins vegar mjög óvíst. Rirby og Yuri áfram? Þótt nú fari í hönd sá tími sem minnst er um að vera í knattspyrn- unni hérlendis, eru menn þegar farnir að hugsa um þjálfaramál næsta keppnistímabils. Á nýloknu keppnistímabili höfðu sex 1. deildar félaganna erlenda þjálfara og fjögur voru með innlenda þjálfara, og er sennilegt að hlutfallið verði svipað á næsta keppnistímabili. Vitað er, að Akurnesingar hafa mikinn hug á því að framlengja samning sinn við George Kirby, enda hefur hann náð frábærum árangri með Akranesliðið og öðlast miklar vinsældir á Skag- anum. Þá þykir líklegt að reynt verði að halda í landsliðsþjálfarann, dr. Yuri Ilitchev, þar sem íslenzka landsliðið á framundan mikil og erfið verkefni. Líklegt þykir þó að Víkingar reyni mikið til þess að fá dr. Yuri til sín, en hann þjálfaði og stjórnaði liði þeirra í síðustu leikjum íslandsmótsins við góðan orðstí. Meðfylgjandi mynd var tekin með- an á landsleik Islendinga og Dana stóð í sumar og er landsliðsþjálfar- inn greinilega að bera sig saman við formann landsliðsnefndar, Árna Þorgrímsson frá Keflavík, sem er í þungum þönkum. 50

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.