Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 31

Íþróttablaðið - 01.01.1979, Side 31
Eignaðist fyrst pútter og níu—járn Golfmaður ársins er kornungur Keflvíkingur, Gylfi Kristinsson, sem er 16 ára gamall og stundar nám í rafiðnaðarbraut við Fjöl- brautarskóla Suðurnesja. Gylfi varð drengjameistari 1978 og varð jafn og efstur í reglulegri keppni í meistaraflokki ásamt Gylfi Kristinsson Golfmaður ársins Hannesi Eyvindssyni, en tapaði titlinum í bráðabana. Þá vann Hannes eina holu af þremur og tvær urðu jafnar. Gylfi sigraði einnig í Michellinkeppninni og varð þriðji í Dunlopkeppninni svo eitthvað sé talið. Við spjölluðum stuttlega við þennan unga afreksmann og hann sagði okkur að hann hefði fyrst haldið á kylfu 10 ára. Upp- hafið var það að hann fór ásamt vinum sínum út á Leiru til að draga fyrir keppendur í Suður- nesjamótinu 1973. Sama ár fékk hann fjárveitingu til kaupa á tveimur kylfum, pútter og 9- járni. Þeir voru tveir félagar, sem geðru sér tíðreist út á völl til að slá og pútta, Gylfi og bekkjar- bróðir hans Magnús Jónsson. Sagði Gylfi að varla hefði sá dagur liðið, er viðraði til golfiðk- unar að þeir hefðu ekki farið út á völl eftir skóla. Síðan bættust fleiri strákar í hópinn og kylfun- um fjölgaði. Einnig fylgdust þeir mikið með mönnum í keppni og leik. 12 ára gamall sigraði Gylfi í innanfélagsmóti Golfklúbbs Suðurnesja og kepptu þá flestir beztu menn klúbbsins. í byrjun var forgjöfin 30. 1974 lækkaði hún í 24. Síðan segist hann hafa verið nokkuð lengi í Framhald á bls. 65 31

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.