Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 28

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 28
H vítasun nu kappreiðar Fáks Það er ekki meiningin að hafa á þessum vettvangi fréttaþjónustu af mótum hestamanna. Hvítasunnu- kappreiðar Fáks eru jafnan eitt af stærstu félagsmótum á hverju sumri, enda er Fákur stærsta félagið og á besta völlinn. Þar að auki er mót Fáks jafnan fyrst hinna stærri móta. Það er því eðli- legt að það veki mikla at- hygli meðal hestamanna. Hér verða mótinu þess vegna gerð nokkur skil, ekki svo mjög tíundaður árangur í tölum, öllu frekar er þetta rabb um keppendur, keppnisgreinar, reglur og mótahald almennt. Sigurjón Valdimarsson skrifar um hestamennsku I Gæðingar Gæðingadómar í A-flokki voru fjórir efstu hestarnir úr sama hesthúsi, aðrir fengu ekki yfir 8 í meðaleinkunn. Garpur Harðar G. Albertssonar varð efstur með meðaleinkunn 8,76. Hörður á líka Ljúf gamla (21 v.) sem varð þriðji með 8,22. Sigurbjörn Bárðarson sat hesta Harðar en er eigándi Vála sem varð annar með 8,41 og Víkings, sem varð fjórði með 8,14. Trausti Þór Guðmundsson sat Vála en Kristján Birgisson Víking. Eins og flestir vita eiga Hörður og Sigurbjörn saman eitt glæsileg- asta hesthús landsins, og sumir segja þótt víðar væri leitað. B-flokks hestar stóðu sig betur, ellefu hestar fengu yfir 8 í meðaleinkunn. Hæstu einkunn hlaut Máni, sjö vetra hestur, sem Hrafn Vilbergsson tamninga- maður hjá Fáki á og sat. Hann hlaut 8,67 í einkunn (390 stig) en hinn þekkti Brjánn Harðar G. Albertssonar varð annar með 8,66 (389,5 stig). All miklar um- ræður urðu meðal áhorfenda um einkunnir þessara tveggja hesta og sýndist sitt hverjum. Margir Sigurvegararnir í A-flokki, frá vinstri: Sigurbjörn á Garpi, Trausti Þór á Vála og Aðalsteinn Aðalsteinsson sat Ljúf við verðlaunaafhendinguna. 28

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.