Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 53

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 53
Þegar leikmenn Barcelona komu helm með Evrópubikarinn íár var þeim fagnað sem þjóðhöfðingjum og um 50 þusund manns kom á völl fé- lagsins til þess eins að sjá leikmennina hlaupa nokkra hringi með hinn eftirsótta bikar. helmingi þess sem Barcelona greiddi fyrir Cruyff. Þegar Johan Cruyff kom til Barcelona var liðið í fallhættu. En hann sneri dæminu gjörsam- lega því í vil, og þegar upp var staðið varð meistaratitillinn þess. Tryggði félagið sér hann með því að sigra Real Madrid 5—0 í mjög eftirminnilegum leik sem fram fór á heimavelli Madridsliðsins, Estadio Santiago Bernabeu. Það, hvað Johan Cruyff var liðinu mikilvægur sást best í bikar- keppninni þetta ár, en þá var hann ekki gjaldgengur. Þá mætti Barcelona Real Madrid í úrslita- leik og tapaði 0—4. Var að von- um að Johan Cruyff fékk fljót- lega viðurnefnið „E1 Salvador“ þ.e. frelsarinn meðal áhangenda FC Barcelona. Hennes kom — og fór Þegar samningstími Rinus Michels rann út fór hann frá fé- laginu, en annar lítt ófrægari framkvæmdastjóri tók við, Hennes Weisweiler. Það kom hins vegar fljótlega í ljós að þeir áttu ekki skap saman hann og Johan Cruyff og Weisweiler lenti strax í svipuðum útistöðum við hinn fræga leikmann og hann hafði átt í við Gúnter Netzer, þegar hann var framkvæmda- stjóri Broussia Mönchenglad- bach. Það var ekki rúm bæði fyrir Weisweiler og Cruyff hjá FC Barcelona og það gat ekki þýtt nema eitt. Félagið sagði „adios“ við senór Hennes. Rinus Michels var ráðinn aftur til félagsins og var fyrsta verk hans að laga vörn liðsins. Fyrsti maðurinn sem hann setti út úr liðinu var Joaquin Rifé, sem nú er orðinn aðalþjálfari félagsins. Nýr liðsauki var sóttur til Hol- lands, Johan Neeskens, en þótt hann ynni fljótt hylli manna á Spáni, gekk illa að fella hann inn í liðsheildina og voru það til að byrja með slæm skipti fyrir félagið að fá hann í stað- inn fyrir Hugo Sotil. Það var fyrst í fyrra að liðið féll vel saman að nýju, og þá vann það sigur í spænsku bikarkeppn- inni, og fylgdi þessum sigri síðan eftir með því að bera sigur úr býtum í Evrópubikarkeppni bikarhafa. Úrslitaleikurinn í bikarkeppninni á Spáni var jafn- framt síðasti leikur Johans Cru- yffs með liðinu. Nýr maður kom í hans stað, Austurríkismaðurinn Hans Krankl, sem þegar á sínu fyrsta tímabili með Barcelona varð markhæsti leikmaðurinn á Spáni og skoraði 29 mörk. Neeskens til Bandaríkjanna Það kom gífurlega á óvart þegar tilkynnt var úr herbúðum Barce- lona að félagið hygðist ekki endurnýja samning sinn við Johan Neeskens. Fyrsta spurn- ingin sem menn spurðu var hvort Neeskens væri óánægður hjá fé- laginu. Svo reyndist ekki vera. — Mér er það mjög á móti skapi að fara, sagði Neeskens. — Ég er búinn að leika með þessu félagi um árabil og hef kunnað ein- staklega vel við mig á Spáni. Barcelona er stórkostlegt félag, og þá ekki síður áhorfendur fé- lagsins — hér finnst mér sem allir séu vinir mínir. Þegar fréttist að Johan Neesk- ens yrði seldur frá Barcelona hugsuðu margir gott til glóðar- innar. Sjálfur hefði hann helst kosið að vera áfram á Spáni og fara þar til einhvers annars félags en reglur knattspyrnusambands- ins útilokuðu slíkt. Til þess að Neeskens hefði aftur orðið gjald- 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.