Íþróttablaðið - 01.07.1979, Qupperneq 58
— Mótið var síðasta keppni
sovéska íþróttafólksins fyrir
Evrópumeistaramótið í Prag. í
fyrstu tilraun setti ég heimsmet.
Ég trúði því varla, þegar tilkynnt
var, að ég hefði stokkið 7,07
metra. Vindhraðinn var innan
við leyfileg mörk þegar stökk-
keppnin fór fram. Mér hafði tek-
ist að bæta átta sentimetrum við
heimsmetið. Satt að segja var
þetta erfið raun. Eftir fimm mín-
útna hlé hófst keppnin aftur. Ég
heyrði að kliður fór um áhorf-
endapallana eftir þriðju tilraun
mína, — það stökk var einnig
7,07 metrar. Svo komu frétta-
mennirnir til þess að eiga viðtöl
við mig. Ég sagði þeim, að mér
hefði alltaf gengið vel á Kisji-
nev-leikvanginum. 1977 hafði ég
sett þar sovéskt met. Ég sagði
einnig við þá að mig dreymdi um
að vinna Evrópumeistaramótið í
Prag.
En veðrið setti strik í reikning-
inn í keppninni í Prag. Það var
lágskýjað og gola á leikvanginum
er langstökkskeppnin fór fram.
Mér finnst erfitt að keppa við slík
skilyrði. Aðeins hálfur mánuður
var liðinn frá því að ég setti
heimsmetið í Kisjinev og ég var
taugaóstyrk meðan ég beið eftir
að kæmi að mér í stökkröðinni,
jafnvel þótt ég hefði stokkið 7,09
metra fremur auðveldlega í und-
ankeppninni. Jarmila Nigrinova
frá Tékkóslóvakíu hafði boðið
mér birginn með 6,60 metra
stökki þegar kom að síðustu um-
ferðinni, en ég hafði stokkið 6,57
metra. í síðustu umferðinni bætti
Jarmila 9 sentimetrum við ár-
angur sinn, og Angelina Feugt
frá Austur-Þýskalandi bætti svo
um betur með því að stökkva 6,79
metra. Þannig stóðu málin þegar
ég átti eina tilraun eftir. Ég varð
að gera það ómögulega. Að
loknu stökkinu sá ég töluna 6,88
á sýningatöflunni. Með þeim ár-
angri vann ég Evrópumeistara-
titilinn.“
Bardauskine er nú nemandi
við uppeldisfræðistofnunina í
Vilnius. Hún er gift og á einn son.
Segir hún það stærstu stund lífs
síns þegar hann fæddist. íþrótt-
irnar eiga hug hennar allan og
hún eyðir nær öllum tómstund-
um sínum til æfinga. Þegar færi
gefst grípur hún í handavinnu, og
segist hafa unun af því að hekla.
Bardauskine er vitanlega einn
helsti „kandidatinn“ að gullinu í
langstökki kvenna á Ólympíu-
leikunum í Moskvu. Hún er samt
ekki alltof örugg:
— Þar getur hver sem er orðið
sigurvegari, hefur hún sagt, —
jafnvel einhver stúlka sem nú er
algerlega óþekkt. En að mínum
dómi eru Brigitta Vujak frá Aust-
ur-Þýskalandi, Jody Anderson
frá Bandaríkjunum og Anita
Stukane frá Sovétríkjunum lík-
legastar til þess að keppa við mig
um gullverðlaunin. Hversu langt
þarf að stökkva til þess að hreppa
Framhald á bls. 82.
RUBTAN
Gerfiefni á Hlaupabrautir og íþróttasali
umboðsmaður: Adolf Bjarnason
Tryggvagötu 6 Reykjavík
58