Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 63

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 63
Nýi FerraribíUinn sem hefur reynst mjög vel það sem af er keppnistíma- bilinu, Ferrari 312T4. Stigaútreikningur er þannig að sigurvegarinn í hverjum kapp- akstri fær 9 stig, sá er verður í öðru sæti hlýtur 6 stig, þriðji maður fær 4 stig, fjórði maður 3 stig, fimmti 2 stig og sá er hafnar í sjötta sæti hlýtur 1 stig. Keppnis- reglur eru nú breyttar frá því sem áður var, á þann hátt að átta beztu árangrarnir eru reiknaðir ökumönnunum til stiga, fjórir fyrri hluta keppnistímabilsins og fjórir seinni hlutann. Var þetta gert til þess að auka spennu í keppninni, en oft hefur það komið fyrir að einstakir öku- menn hafa verið búnir að ná svo miklu stigaforskoti fyrri hluta keppninnar, að þeir hafa lítið lagt upp úr síðustu mótunum og stundum aðeins mætt til leiks til málamynda. Undrabíllinn Ligier JS 11 En baráttan um heimsmeist- aratitilinn er ekki aðeins milli þeirra ökumanna er sitja undir stýri bílanna á kappaksturs- brautinni. Þarna er einnig um að ræða baráttu bílaframleiðenda, sem spara fátt til þess að bílar þeirra nái sem bestum árangri, og er raunar óhætt að segja að framleiðsla á slíkum kappakst- ursbílum sem notaðir eru í Grand-Prix sé frekast háþróuð vísindagrein. Bílaframleiðend- urnir hafa jafnan fjölmenn lið aðstoðarmanna sem fylgja öku- mönnunum, tilbúnir til þess að grípa inn í til aðstoðar ef eitthvað lætur undan í átökunum. Lengi vel hafa það fyrst og fremst verið tveir bílaframleið- endur sem barist hafa á þessum vettvangi, þótt auðvitað hafi fleiri komið þar við sögu. Þetta eru Ferrari og Lotus-bílarnir en sigr- ar í heimsmeistaramótum hafa fært þessum merkjum gífurlega auglýsingu og frama. í fyrra var það Lotus sem hafði best, en þá varð Mario Andretti heimsmeist- ari á bíl frá fyrirtækinu og Ronnie Petterson, sá er beið bana í Monza hlaut næst flest stig í keppninni, en hann ók einnig Lotus-bíl. Var búist við því að Lotus yrði áberandi í keppninni í ár, ekki síst vegna þess að vitað var að endurbætur voru gerðar á bílnum í sumar, sérstaklega til þess að auka stöðugleika hans, og einnig hefur Lotus tvo frábæra kappakstursmenn á sinum snær- um í keppninni: Mario Andretti og Carlos Reutemann. En það sem af er hefur Lotus-bílunum ekki vegnað vel. Kanadabúinn Gilles Villeneuve hefur hins vegar sýnt það að Ferrari stendur fyrir sínu, en auk hans ekur Jody Schechter einnig Ferrari-bíl og hefur honum einnig gengið sæmilega. Þeir bílar sem mesta athygli hafa vakið á þessu keppnistíma- bili eru tvímælalaust hinir frönsku Ligier JS 11, sem virðast þó í fljótu bragði ekki eins renni- legir og glæsilegir og Ferrari og Lotus. Einnig var búist við því að Ligier myndi ekki stánda framarlega í keppninni í ár, þar sem veigamiklar breytingar hafa verið gerðar á bílnum, og lítil reynsla komin á þær, er keppnin hófst. í Lieger JS 11 bílnum er 8 strokka Ford Cosworth vél 2.985,32 cm með sjálfvirkri bensíninnspýtingu. Gírkassinn í bílnum er af gerðinni Hewland FG 400 og er 5 gíra. Hámarks- hraði sem Lieger kemst á er um 300 km á klukkustund, og þrátt fyrir að hann sé nokkru léttari en gerist og gengur með kappakst- ursbíla, eða 582 kíló, er bensín- eyðslan ekkert smáræði, þar sem talið er að bíllinn komist ekki nema 1,8-2,0 kílómetra á lítern- um. Annars er bensíneyðsla hlutur sem ekki er hugsað um í kappakstrinum og margir bíl- anna eyða töluvert meira bensíni en Lieger. Mestu bensíni mun t.d. Brabham-Afla BT 748 eyða, en hann kemst ekki nema 1,5-1,8 kílómetra á líternum. Þar er aðeins hugsað um hraðann ■ og aftur hraðann 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.