Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 71

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 71
/ hálfleik Skjótur frami Gary Bailey, hinn tvítugi markvörður, sem kom til Manchester United frá Suður-Afríku s.I. suinar hefur átt skjótum frama að fagna hjá félaginu. Hann byrjaði þar sem varamarkvörður í varalið- inu, en hefur nú unnið sér fastan sess í aðalliðinu. Faðir hans, Roy Bailey var mark- vörður hjá Ipswich Town, þeg- ar félagið vann sig upp úr 3. deild í 1. deild og varð síðan meistari undir stjórn sir Alf Ramsey. 24 lið á Spáni Joao Havelange, forseti al- þjóðasambands knattspyrnu- manna, FIFA, ítrekaði það á fundi alþjóða-Olympíunefnd- arinnar sem haldinn var í Montevideo fyrir skömmu að 24 þjóðir myndu taka þátt í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar á Spáni 1982. 13 verða frá Evrópu, 3 frá Suður-Ameríku, og ein frá Afríku, Asíu, Norður-Ameríku og Mið-Ameríku. Þá verða Argentínumenn að sjálfsögðu með sem heimsmeistarar og svo gestgjafarnir, Spánverjar. Havelange, sagði að ekki væri víst hvernig þeim tveimur sæt- um sem þá eru eftir yrði ráð- stafað. Nýjar OL-greinar Á fundi Alþjóða-Olympíu- nefndarinnar sem haldinn var í Montevideo var ákveðið að gera billiard, karate, boccia, kraftlyftingar, reiptog, squash og sjóskíðaíþróttir að Olympíugreinum. Ekki verða þessar greinar þó formlegar keppnisgreinar á leikunum, a.m.k. ekki til að byrja með. Lítið frí hjá Stenmark Þótt heimsbikarkeppnin í skíðum sé nú til lykta leidd og langt til næsta keppnistíma- bils, ann sænski garpurinn Ingemar Stenmark sér engrar hvíldar. Hann dvelur nú við Jenner gerir það gott Bruce Jenner, Bandaríkja- maðurinn sem varð Olympíu- meistari í tugþraut á leikunum í Montreal, hefur hagnast vel á þeim titli. Hann vinnur fyrir sér með því að koma fram í auglýsingum, og er mjög eftir- sóttur til slíks. Þá hefur Jen- ner einnig góðar tekjur af því að skrifa á veggspjöld sem gefin hafa verið út með hon- um, en þau seljast í miiljóna- upplagi í Bandaríkjunum. æfingar í heimabæ sínum, Tjárnby, og notar til þeirra æfingahjól. Æfingastaðurinn er bílastæðið við ráðhús bæjarins. Þar sveiflar Sten- mark sér til og frá, og líkist meira rúmbudansara en skíða- manni. 71

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.