Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 9
HRDCALEGUR
Texti: Eiríkur S. Eiríksson.
Myndir: Grímur Bjarnason,
Hjalti Arnason o.fl.
—Viðtal við Jón Pál Sigmarsson, sterkasta
mann heims og einn vinsælasta íþróttamann
landsins.
b
að hefur aldrei komið neitt
annað til greina en að verða
sterkur. Það hefur alltaf
blundað í mér að lyfta og þeg-
ar ég fór úr hópíþróttunum,
fótbolta og handbolta yfir í
karate og lyftingar, þá var ég
bara að fara úr barnaíþrótt-
unum yfir í íþróttir fyrir full-
orðna.
Þetta sagði Jón Páll Sigmarsson,
„sterkasti maður heims“ í samtali við
íþróttablaðið skömmu eftir að hann
endurheimti þennan eftirsótta titil í
keppni kraftajötna á pálmaströnd Nice
á Miðjarðarhafsströnd Frakklands.
Upphafsorð Jóns Páls voru þó sögð
meira í gríni en alvöru og sagðist hann
síður en svo hafa nokkuð á móti hóp-
íþróttum - hitt hentaði honum bara
betur. Reyndar er rétt að láta það
koma fram strax að Jón Páll er bund-
inn þagnarheiti um úrslit keppninnar
vegna þess að þeim verður ekki lýst
íýrr en á Nýjársdag, þegar sjónvarps-
kvikmynd um keppnina verður sýnd
víða um lönd, m.a. í ríkissjónvarpinu
hér á landi. Þá verður Jón Páll form-
lega sæmdur titlinum, en lesendum til
fróðleiks skal bent á að íþróttablaðið
hefur fengið allar upplýsingar um gang
keppninnar hjá hinum kunna kraftlyft-
ingamanni Hjalta „Úrsusi“ Árnasyni og
vísast til frásagnar hans hér annars
staðar í blaðinu.
í GLÍMU FIMM ÁRA
Jón Páll tók því af sinni alkunnu
ljúfmennsku er íþróttablaðið leitaði
eftir viðtali við hann og við hverfum nú
rúm 20 ár aftur í tímann, er kappinn
var að vaxa úr grasi í Stykkishólmi.
— Ég er fæddur í Hafnarfirði en
fluttist til Stykkishólms með móður
minni og fósturföður, þegar ég var
þriggja ára. Sveinn Guðmundsson,
fósturfaðir minn var Glímukóngur ís-
lands og Grettisbeltishafi og hann
kenndi glímu þarna í Hólminum. Ég
fór á fyrstu æfinguna fimm ára og mér
er sagt að ég hafi fljótlega tekið vel á,
segir Jón Páll og brosir þegar hann
minnist þessara fyrstu kynna af krafta-
íþróttum.
9