Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 9
HRDCALEGUR Texti: Eiríkur S. Eiríksson. Myndir: Grímur Bjarnason, Hjalti Arnason o.fl. —Viðtal við Jón Pál Sigmarsson, sterkasta mann heims og einn vinsælasta íþróttamann landsins. b að hefur aldrei komið neitt annað til greina en að verða sterkur. Það hefur alltaf blundað í mér að lyfta og þeg- ar ég fór úr hópíþróttunum, fótbolta og handbolta yfir í karate og lyftingar, þá var ég bara að fara úr barnaíþrótt- unum yfir í íþróttir fyrir full- orðna. Þetta sagði Jón Páll Sigmarsson, „sterkasti maður heims“ í samtali við íþróttablaðið skömmu eftir að hann endurheimti þennan eftirsótta titil í keppni kraftajötna á pálmaströnd Nice á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Upphafsorð Jóns Páls voru þó sögð meira í gríni en alvöru og sagðist hann síður en svo hafa nokkuð á móti hóp- íþróttum - hitt hentaði honum bara betur. Reyndar er rétt að láta það koma fram strax að Jón Páll er bund- inn þagnarheiti um úrslit keppninnar vegna þess að þeim verður ekki lýst íýrr en á Nýjársdag, þegar sjónvarps- kvikmynd um keppnina verður sýnd víða um lönd, m.a. í ríkissjónvarpinu hér á landi. Þá verður Jón Páll form- lega sæmdur titlinum, en lesendum til fróðleiks skal bent á að íþróttablaðið hefur fengið allar upplýsingar um gang keppninnar hjá hinum kunna kraftlyft- ingamanni Hjalta „Úrsusi“ Árnasyni og vísast til frásagnar hans hér annars staðar í blaðinu. í GLÍMU FIMM ÁRA Jón Páll tók því af sinni alkunnu ljúfmennsku er íþróttablaðið leitaði eftir viðtali við hann og við hverfum nú rúm 20 ár aftur í tímann, er kappinn var að vaxa úr grasi í Stykkishólmi. — Ég er fæddur í Hafnarfirði en fluttist til Stykkishólms með móður minni og fósturföður, þegar ég var þriggja ára. Sveinn Guðmundsson, fósturfaðir minn var Glímukóngur ís- lands og Grettisbeltishafi og hann kenndi glímu þarna í Hólminum. Ég fór á fyrstu æfinguna fimm ára og mér er sagt að ég hafi fljótlega tekið vel á, segir Jón Páll og brosir þegar hann minnist þessara fyrstu kynna af krafta- íþróttum. 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.