Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 48
Höfundar greinarinnar eru þrjár ungar stúlkur úr Vestmannaeyjum; Elísabet Katrín Benónýsdóttir, Ingibjörg Reynisdóttir og Stefanía Guðjónsdóttir. Íþróttalíf í Vestmannaeyjum er stór þáttur í lífi Eyjamanna. Þar er þó aðallega stundaður handbolti og fót- bolti en aðrar íþróttagreinar svo sem golf, sund og frjálsar íþróttir eru ekki í eins miklum mæli. Tvö aðalfélögin í Eyjum eru Týr og Þór en þau samein- ast í íþróttabandalag Vestmannaeyja eða ÍBV. Undir merki ÍBV spilar 2.flokkur og meistaraflokkur karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Einnig er keppt í fimleikum, sundi og frjálsum íþróttum undir nafni ÍBV. Mikið hefur verið rætt um að sameining Týs og Þórs undir nafni ÍBV kæmi sér betur íyrir félögin en ekki ber öllum saman um þessa hluti og hefur því ekki orðið úr sameiningu. Aðstaða til iþrótta í Vestmannaeyjum er í lakara lagi. Aðeins eitt íþróttahús er á staðnum — þar er ein besta sundlaug landsins og góður íþróttasalur en sinnir ekki þörfum íþróttafélaganna. Þó er hann nýttur frá morgni til kvölds dag hvern. Hvað knattspyrnuna varðar eru tveir góðir grasvellir á staðnum og einn mal- arvöllur. í byggingu eru síðan tvö íþróttasvæði á vegum Týs og Þórs. Ef vel ætti við að una þyrfti einn íþrótta- sal til viðbótar og væri þá hægt að stunda innanhússíþróttir af fullum krafti. Golfíþróttin er á stöðugri uppleið í Eyjum og á golfvöllurinn þar mikinn þátt sem skiljanlegt er. Vellinum er sí- fellt verið að breyta og bæta og hefur árangurinn verið eftir því. Fjöldi móta er haldinn ár hvert og áhugi fólks sí- fellt að aukast. Hvað þjálfaramál varð- ar eiga félögin oft í erfiðleikum með ráðningu þjálfara og endar það oft með því að ungir og óreyndir strákar taka að sér þjálfum yngri flokka. Yfir- leitt kaupa félögin lærða menn sem reynt hafa fyrir sér víða um heim til þess að taka að sér þjálfun eldri aldurs- flokka. Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er aðal tekjulind íþróttafélaganna en þau skiptast á að halda hana ár hvert. Þessi fjáröflun heldur félögunum uppi vegna gífurlegs kostnaðar við ferðir flokka til keppni upp á fasta landið. Ókosturinn við að æfa íþróttir í Vestmannaeyjum er sá að lítið er um 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.