Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 68

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 68
SPÍGAT?? Þjálfararnir Kristín Ragna Pálsdóttir t.v. og Anna Borg. Óhaett er að fullyrða að fimleikar er ein af þeim iþróttagreinum sem nýtur lítils skilnings og vinsælda hjá al- menningi. Hvað áhorfendur snertir þá er ekki hægt að tala um metaðsókn á mótum. Það eru helst vinir og vanda- menn sem koma til að horfa á. Al- menningur segir íslenska fimleika- fólkið það lélegt að ekkert sé gaman að horfa á það. Sjálfsagt er þetta rétt svo langt sem það nær. Því er ekki að neita að við eigum mjög góðar fim- leikakonur „alla vega miðað við aðstæður" eins og einn viðmælandi minn komst að orði. Spurning hvers vegna íslenskt fimleikafólk er ekki betra en raun ber vitni má án vafa rekja til aðstöðuleysis. Eiga íþrótta- áhugamenn og forsvarsmenn íþrótta- hreyfingarinnar einhverja sök þar á? Ekki er nokkur vafi á því að svo er. Staðreyndin er sú að í þeim íþrótta- greinum sem hlúð er að næst góður árangur, jafnvel á heimsmælikvarða. í þeim greinum sem verða útundan næst einfaldlega ekki góður árangur. Það er spurning hvort hægt sé að ætl- ast til þess. Þessi fullyrðing gildir um fimleikana þrátt fyrir að geysilegur áhugi sé meðal stelpna í dag. DEILDIN STOFNUÐ 1981 Fyrir fimm árum ákváðu tvær stúlk- ur að koma á móts við þann áhuga sem ríkir meðal ungra stúlkna á greininni í Garðabæ. Þetta voru þær Kristín Ragna Pálsdóttir og Rósa Ólafsdóttir, sú síðarnefnda er reyndar hætt en Kristín er enn að þjálfa í Garðabæ. Deildin er vissulega ung en á þessum stutta tíma sem deildin hefur verið við lýði hefur nokkur árangur náðst. Þær unnu fyrstu hópakeppnina sem haldin hefur verið hér á landi en hún var í 68

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.