Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 34
Ágúst Már
Gústi Sigurgeir Guðmannsson og Atla
Helgason sem þjálfuðu hann í yngri
flokkunum. „Ég fékk góða kennslu í
yngri flokkunum og er þakklátur þess-
um mönnum. Björn Árnason var góður
sem þjálfari 2.flokks en Gummi Pé.
sem þjálfaði okkur ári síðar var öðru-
vísi. Hann var taktískar og snillingur í
því að vita hverjir náðu best saman.
Mín fyrstu skref í meistaraflokki var ég
undir stjórn Magnúsar Jónatanssonar
og líkaði mér vel hjá Magnúsi, hann var
með fjölbreyttar æfingar. Sumarið
1981 lék ég ekki vegna bakmeiðsla en
það sumar var Manfred Steves með
KR. Þá tekur Hólmbert við og hann er
í einu orði sagt „unique“, einstakur.
Það var erfitt að deila á leikaðferð
Hólmberts því hann gat alltaf fært rök
fyrir því sem hann var að gera og hann
náði árangri. Boltinn sem við spiluðum
var frekar neikvæður en engu að síður
náðum við Evrópusæti og hafði slíkt
ekki gerst síðan 1968.“
Gústi brosir breitt þegar hann talar
um Hólmbert segir að hans persóna sé
heil framhaldssaga. Hann ber greini-
lega virðingu fyrir honum sem þjálfara
og líkar vel við hann. Það blása sterkir
vindar þar sem Hólmbert þjálfar og
sögur um hann ganga á milli félaga.
Hólmbert hefur þjálfað KR, Fram og
ÍBK ber allir leikmenn honum söguna
vel og hafa jafnan frá einhverju
skemmtilegu að segja. Fræg er sagan
um það er hann var nýbúinn að kaupa
sér nýjan Fiat - ljósbláan. Hann var þá
þjálfari hjá KR og vildi svo til að Ottó
Guðmundsson hafði líka keypt sér Fiat
- dökkbláan. Eftir eina æfmguna
skyldu leikmenn ekkert í því hvað
Hólmbert var að baksa við bíl Ottós og
gekk hringinn í kringum hann með
lykil að vopni. Leikmenn fylgdust
spenntir með vappi þjálfarans þar til
einhver góðhjartaður benti honum á
að hans bíll væri öðruvísi á litinn og
væri lagt hinum megin á planinu.
Hólmbert brosti bara sínu breiðasta að
vanda og lét sem ekkert hafði í skorist.
Greinileg verksummerki sáust á bíl
Ottós og var hann allur rispaður í
kringum skrána.
LÖPPINAFVIÐ ÖXL
Hólmbert hefur alla tíð spáð mikið í
alla andstæðinga hverju sinni og haft
miklar áhuggjur að því hverjir léku.
Eitt sinn fyrir leik á móti Víkingi var
hann með töflufund og stillti Þórði
Marelssyni upp í liði andstæðinganna.
Einhver benti Hólmberti á að Dúddi
væri það mikið slasaður á löppin væri
nánast af við öxl. Hólmbert virti slíka
athugasemd að vettugi og sagði að
hann yrði örugglega með. Sigurjón
Sigurðsson var læknir KR-liðsins á
þessum tímum og reyndar bæklunar-
sérfræðingur. Hann sagðist hafa verið
með Dúdda í meðferð fyrir nokkrum
mínútum og það væri útilokað að
hann gæti leikið. Hólmbert hristi bara
hausinn og sagði: „Við höfum hann
samt inni“ - með skrækri röddu svo
undirtók í klefanum.
„Engum þjálfara hef ég kynnst sem
er eins samviskusamur og Hólmbert",
segir Gústi. „Eitt sinn mætti ég á æf-
ingu hálftíma eftir að henni lauk og
beið Hólmbert þá eftir mér í kulda og
trekki - i bláa kuflinum. Ég varð að
gjöra svo vel að hlaupa mína 10 hringi
á tíma en Hólmbert veiktist og lá í rúm-
inu næsta dag.
Gordon Lee er algjör andstæða við
Hólmbert að því leytinu til að hann
lætur andstæðingana hafa áhyggjur af
okkur. Hann hugsar mikið um sálrænu
hliðina innan liðsins. Hann tekur öllu
með jafnaðargeði og leyfir oft leik-
mönnum sjálfum - hverjum og einum
að ráða ferðinni. Því fylgja bæði kostir
og gallar og þurfa menn að hafa sterk-
an karakter ef vel á að ganga.
í þau 8 ár sem Gústi hefur leikið
með meistaraflokki KR hefur hann
kynnst og leikið með hinum ýmsu kar-
akterum. „Villi Fred. er alltaf mjög eft-
irminnilegur með öll dýrahljóðin og
uppátækin. Það var oft bíói líkast að
fylgjast með frændunum Dóra Páls. og
Magga Jóns. Þeirra vinsemd, kærleikur
og frændsemi var alveg einstök,“ segir
Gústi og rifjar upp gamla tíð - þó enn á
besta aldri. „Bjössi Rafns. er léttgeggj-
aður í jákvæðri merkingu og gaman af
honum. Bjössi kom í KR þegar við vor-
um á leið í æfingaferð til Þýskalands
og sat ég við hlið hans í flugvélinni. Ég
vissi ekki hvernig Bjössi leit út fyrr en
við vorum lentir í Þýskalandi því hann
var að fljúga í fyrsta skipti, var með
nefið klesst við rúðuna og sást ekkert
nema hnakkinn á honum. svo Bjössi
var alveg himinlifandi yfir því að það
Gústi að koma inná í sínum fyrsta
meistaraflokksleik með KR — gegn
Val í bikarkeppninni 1979.
skyldu vera fríar veitingar um borð í
vélunum.
Annars var þessi ferð mikil meiðsla-
ferð fyrir KR-liðið. Ég meiddist á fyrstu
æfingunni og Dóri markmaður skutl-
aði sér á þumalputtann. Jakop Þór
Pétursson þá nýútskrifaður íþrótta-
kennari ætlaði aldeilis að kippa putta
Dóra aftur í liðinn en þegar Dóri sagði
að það væri á hans ábyrgð, guggnaði
hann á því. Síðar kom í ljós að puttinn
var mölbrotinn.
ÓÁNÆGÐUR MEÐ
GENGIKR
Gústi riíjar upp gamla tíð með bros á
vör og hefur greinilega haft gaman af
því að leika með KR undanfarin ár.
Hver hefur ekki gaman af því að vera í
góðum félagsskap? Síðastliðið sumar
varð næst að umræðuefni og Gústi
spurður hvort hann væri ánægður með
árangur síns liðs. „Nei, ég er óánægður
með okkar frammistöðu þar til undir
lok Íslandsmótsins. Við byrjuðum í
sumar með nánast óbreytt lið og því
bjóst ég við miklu. Nýir leikmenn
komu inn liðið í lok sumars og þá fyrst
34