Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 61
vellinum hljóta að velta því fyrir sér
hver galdurinn sé. Hvernig á því standi
að ekki stærra bæjarfélag sé ávallt í
fremstu röð í íslensku knattspyrnunni.
Margir vilja sjálfsagt finna uppskriftina
og reyna að kópíera hana, malla eitt
stykki meistaralið. Við látum okkur
nægja að leita uppi einn besta knatt-
spyrnumann íslands fyrr og síðar,
Skagamanninn Ríkharð Jónsson.
„MENNERUGULL
SÍNS TÍMA“
Sá árangur sem knattspyrnulið ÍA
hefur náð s.l. 35 ár hefur á vissan hátt
spillt íbúum Akraness. Þeir hafa vanist
því að lið þeirra sé á toppnum og ætl-
ast orðið til þess að svo sé alltaf. Að-
fluttir knattspyrnumenn sem leikið
hafa með ÍA hafa kvartað yfir þeim
miklu kröfum sem til liðsins eru gerð-
ar. Það ætlast allir til sigurs í öllum
leikjum en síðan er litið á sigurinn sem
sjálfsagðan hlut og menn lifa ekki lengi
á honum. Þegar þessar hugleiðingar
eru bornar undir Ríharð segir hann:-
„Menn verða ekki smákóngar hér út á
fótboltann, sem betur fer. Meðan at-
burðirnir gerast er mönnum hampað
en síðan falla þeir inn í hið daglega
munstur á staðnum. Menn eru ekki
Iengi bornir á gullstól eftir unnin afrek.
Ég velti þessum hlutum oft fyrir mér í
sambandi við samanburð á getu leik-
manna og liða milli tímaskeiða. Menn
eru gull síns tíma og tíminn líður hratt.
Maður heldur ekki í það sem var,
hvorki í knattspyrnunni né öðru. Ráð
við efnahagsvanda ársins 1940 duga
ekki 1986 — þau passa ekki. Það er
annar tíðarandi, nýir menn með nýjar
hugmyndir. Svona byggist lífið upp á
ákveðnum „períódum“, það kemur
alltaf eitthvað nýtt sem tekur við af því
sem var. Er ekki sagt að veraldargeng-
ið sé valt? Það er séstaklega valt í
íþróttum. Menn gleymast fljótt þótt
þeir séu stjörnur síns tíma. Hins vegar
ef þú yrkir eina góða vísu verður þín
minnst lengi.“
Ríkharður Jónsson er iðnaðarmað-
ur, málarameistari, dúklagningameist-
ari og bílamálari en fyrir íþróttaáhuga-
menn er hann fyrst og fremst knatt-
spyrnumaður, fyrirliði og frábær
stjórnandi. Ein fyrsta knattspyrnu-
stjarna fslands og nú tákn gullaldar-
liðsins og um leið knattspyrnunnar á
Akranesi.
Fíkjubitar
Döðlubitar
Trefjabitar
í fyrsta, öðru og þriðja sæti.
Orkuríkt gæðakex frá Vilberg.
v___________________________________J
Hitahlífarnar styðja við hné, ökkla, kálfa,
olnbogaog úlnlið og fást hjá
ljl&- STOÐTÆKJASMÍÐIN
mSTOÐ
TRÖNUHRAUN 6 - HAFNARFIRÐI