Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 33

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 33
KR varð Reykjavíkurmeistari í Minniboltanum (körfubolta) árið 1973. Fremri röð f.v. Ágúst Már Jónsson sem varð stigahæstur á mótinu með 44 stig, Baldur I. ísberg, Reynir Guðnason, Stefán Jóhannsson (markmaður í 1. deild), Kristinn Helgason. Aftari röð f.v. Flosi Ólafsson Val — hann varð jafn Gústa í stigaskor- un, Ólafur Magnússon, Ölver Thorsteinsson, Lárus Guðmundsson, Jónas Krist- insson, Jón Egill Bergþórsson og Halldór Hrafnsson. liðinu ásamt 30 öðrum drengjum og einni boltatuðru. „Reyndar mætti ég á æfingar í hinum ýmsu íþróttagreinum þegar ég var Iítill. Ég fór á innahúss- æfingar í frjálsum og glímu því nánast undantekingarlítið var leikinn fótbolti í tímunum - það var aðal sportið. Eitt sinn var ég þó beðinn að taka þátt í glímukeppni og mér lofað verðalauna- peningi fyrir - aðeins einn keppandi hafði tilkynnt þátttöku. Ég hafnaði þessari auðfengnu viðurkenningu." ÍSLANDSMEISTARI í BADMINTON Gústi hóf að spila badminton 10 ára gamall og æfði að staðaldri til 18 ára aldurs. Hann lék ekkert með KR í fót- bolta í 3.flokki því á þeim tímum átti badminton hug hans allan. Gústi vann til fjölda verðlauna sem badmintonspil- ari - varð m.a. íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í A-flokki og vann sig upp í meistaraflokk. „Það var aldrei nokkur möguleiki að vinna Brodda Kristjáns- son núverandi íslandsmeistara. Þegar ég komst upp í meistaraflokk í badmin- ton var ég og kominn í meistaraflokk KR í fótbolta var aldrei vafi hvor íþrótt- in yrði ofan á.“ Körfuboltinn fór vel í höndum Gústa þegar hann var strákpjakkur en ósagt skal hvernig hann passar í krumlurnar í dag. Gústi var fyrirliði síns flokks í minniboltanum og vann flokkurinn til merkra verðlauna. í gömlum úrklipp- um má sjá umfjöllun um þennan hrokkinhærða strákhvolp sem átti sannarlega framtíð fyrir sér í körfunna. Hann var valinn besti leikmaður Reykjavíkurmóts sem KR vann og varð stigahæstur ásamt Flosa nokkrum Ólafssyni sem er þekktur körfubolta- maður í dag. En hæfileikarnir voru líka í tánum á Gústa þótt fingurnir hafi verið liprir. Þegar Bobby Charlton hélt hér á landi Ford hæfileikakeppni í knattspyrnu fyrir all mörgum árum kom Gústi, sá og hafnaði í 2. sæti yfir allt landið. í yngri flokkunum getur hann státað af nokkrum sigrum og má þar meðal ann- ars nefna íslandsmeistaratitil í 5. flokki A. Af nokkrum þekktum meðspilurum hans er eru Sæbjörn Guðmundsson, Óskar Inginmundarson, Maggi Jóns. og Haukur Geirmundsson sem þekkt- Ágúst Már ari er sem handknattleiksmaður. í 2. flokki varð Gústi íslands- Reykjavíkur- og bikarmeistari undir stjórn Gumma Pé. SÁLRÆNTAÐ HAFA ALDREIUNNIÐ NEITT „Frá því að ég komst í meistarara- flokk hefur uppskeran verið heldur rýr - enn sem komið er. En ég lofa þér því að hætta ekki fyrr en ég vinn einhverja „doIIu“ sem vit er í. Já, ég tel ágætis von til þess. Það sem skiptir kannski hvað mestu máli í toppbaráttu í l.deild er hugarfar leikmanna. Það er mjög sálrænt að hafa aldrei unnið neinn stóran titil og þá reiknar kannski eng- inn með því að liðið vinni. Leikmenn annara liða sem orðið hafa íslands- meistarar þekkja tilfinninguna og leggja sig þá ef til vill meira fram þegar mest á reynir. Inn í meistaraflokk KR eru nú að koma ungir strákar sem margir hverjir hafa ekki tapað Ieik í fs- landsmóti síðan í 4. flokki og gæti því orðið hugarfarsbreyting í Iiðinu með þeim. Þeir vita hvað það er að vera bestir og sætta sig vonandi ekki við neitt annað. Annars hefur það sýnt sig að það er ekki nóg að hafa góðan mannskap ef hugarfarið er rangt.“ Eins og ég sagði áðan er Gústi einn röndóttasti KR-ingur sem ég hef kynnst og hefur hann hlotið margar viðurkenningar sem slíkur. Hann var valinn besti Ieikmaður 2. flokks, árið sigursæla. Svo og hefur hann tvívegis hlotið útnefninguna besti leikmaður KR í meistaraflokki - það var árið 1982 og síðastliðið sumar. „Já, því er ekki að neita að ég er mikill KR-ingur og get líkast til aldrei leikið fyrir annað félag í l.deild. Það er ekki fyrr en maður er dottin út úr þessum slag og farinn að þjálfa að annað lið kemur til greina. Ég hef verið þjálfari í knattspyrnuskóla KR, séð um skíðaleikfimi fyrir deildina undanfarna fjóra vetur og þjálfa minni- boltann í körfunni í vetur. Þjálfun er því engin nýlunda fyrir mér. Því gæti ég vel hugsað mér að snúa mér að þjálfun þegar fram líða stundir - en eins og staðan er í dag vonast ég til að geta Ieikið í l.deild eitthvað fram yfir þrítugt. HÓLMBERT ER EINSTAKUR Af eftirminnilegum þjálfurum nefndi 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.12.1986)
https://timarit.is/issue/408507

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.12.1986)

Aðgerðir: