Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 52

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 52
„Ég flutti til Njarðvíkur 14 ára gam- all og gerði eins og svo margir Njarð- víkingar á mínum aldri, — fór að æfa körfubolta. Byrjaði í 4. flokki hjá Stebba Bjarka. Hann var þá nýgenginn yfir í UMFN ásamt Kára Maríussyni. Þeir félagar áttu stóran þátt í því að Njarðvík varð í 2. sæti í deildinni þetta ár, sem var aðeins byrjunin á langri vel- gengni liðsins." Valur heillaðist strax af þessari skemmtilegu íþrótt og fór ört fram. Var kosinn leikmaður 3. flokks árið eftir. Varð íslandsmeistari með 2. flokki og bikarmeistari tvö ár í röð með UMFN. —Þú fórst fljótlega að leika með meistaraflokki? „Já, það var tímabilið 1979-80, þá 17 ára. Við enduðum í 2. sæti það ár undir stjórn Teds Bee. Næstu tvö árin urðum við svo íslandsmeistarar. Þá lék Danny Shouse með okkur. VIL FÁ ERLENDA LEIKMENN í KÖRFUNA AFTUR — Á þessum árum léku erlendir leikmenn með liðunum. Fannst þér þeir lyfta körfuboltanum á hærra plan? „Engin spurning. Það var skemmti- Valur Ingimundarson* legra að hafa þá með þó þeir hafi auð- vitað verið misjafnir. Á þessum árum var karfan á toppnum. Áhuginn rosa- legur, sérstaklega hér á Suðurnesjum. En ég minnist þess einnig að það hafi komið um tvö þúsund manns á leik Vals og KR í Höllinni. Aðsóknin var orðin svo mikil á tímabili að þeir færðu leikina þangað. Nú er öldin önnur. Að- sókn mjög lítil nema á Suðurnesjum. Áhugi á körfubolta er mikill hér á Suðurnesjum og yngri flokkar ÍBK og UMFN eru geysisterkir. Grindvíkingar eru einnig að sækja í sig veðrið." — Telurðu að það eigi að leyfa er- lenda leikmenn aftur? „Ég er hlynntur því. En það þarf að gera meira. Fyrirkomulagið í úrvals- deildinni er ekki gott. Spenna er lítil sem engin fyrr en að úrslitakeppninni kemur. Fyrirkomulagið býður upp á það að lið sem endar í 4. sæti getur samt unnið fslandsmeistaratitilinn. Það hefur verið rætt um nýtt fýrir- komulag, þar sem leikin er nokkurs konar forkeppni 12 liða. Átta lið kom- ast áfram og leika saman í einni deild, tvöfalda umferð. Þetta yrði mikil upp- hefð fyrir lakari liðin að fá sterk lið í heimsókn út á land. Breytingin á toppnum yrði ekki veruleg, breiddin myndi bara aukast.“ TED BEE OG GUNNI ÞORVARÐAR BESTIR — Nú ert þú að leika þitt 8. keppn- istímabil í meistaraflokki. Hvetjir eru eftirminnilegustu leikmennirnir, er- lendir og íslenskir? „Ted Bee bar af þeim erlendu leik- mönnum sem ég kynntist. Hann var frábær leikmaður, mjög góður þjálfari og góður félagi. Það hafði hann um- fram flesta sína kollega sem hingað komu. Af íslenskum leikmönnum situr Gunnar Þorvarðarson efst í huga mín- um. Mjög góður leikmaður og frábær þjálfari. Hreinn Þorkelsson er einnig góður meðspilari, og hefur góð áhrif á aðra leikmenn í liðinu." FYRSTI LANDS- LEIKURINN VIÐ KÍNA Valur lék sinn fýrsta landsleik 18 ára, — við Kína í Njarðvíkum og skor- aði 4 stig. Landsleikirnir eru nú orðnir Valur í kunnri stöðu — karfan góð, 2 stig. 68. Auk þess hefur hann leikið 19 ung- lingalandsleiki. Ég spurði Val út í gengi landsliðsins. „Það hefur orðið greinileg framför hjá íslenska landsliðinu. íslenskum þjálfurum hefur einnig farið mikið fram og eru farnir að Ieggja meira á sig. Hjá landsliðinu er nú framundan 3ja ára prógramm með 100 leikjum. Hér er um að ræða þátttöku í Evrópumóti, Norðurlandamóti og undankeppni Ólympíuleika smáþjóða. Það eina sem háir okkur verulega er að okkur vantar meiri hæð. Við myndum ná miklu lengra með Pétur Guðmundsson og ívar Webster. Pétur mun aldrei fá að leika með landsliðinu í framtíðinni samkvæmt núgildandi reglum en nokkrar líkur eru á því að ívar verði með seinni hluta næsta árs.“ HAFNAÐI ATVINNUMENNSKU — Hvað með atvinnumennsku Val- ur. Hefurðu aldrei hugleitt hana? „Fyrir 3 árum fékk ég tilboð frá 1. deildarliði í Þýskalandi. Þeir sendu mér bréf og buðu mér að koma og kanna aðstæður og ræða samning. Þeir höfðu eitthvað frétt um mig. Ég hafði ekki áhuga. Svo hef ég í tvígang fengið boð um að fara til Bandaríkjanna í háskóla. Lét þau lönd og leið. Sé reyndar dálítið eftir því núna. En þegar þessi boð komu var mikið að gerast hjá landslið- inu. Ég hafði meiri áhuga á að standa mig vel þar.“ írnUduunm íJR & SKART Bankastræti 6. Sími 18600 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.