Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 72

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 72
Fimleikar DRAUMURINNERAÐ FÁGRYFJU Nú eru 170 stelpur í deildinni en einungis sex þjálfarar. Hvernig skiptið þið þessu niður? Kristín: „Við erum með tólf hópa og núna í vetur settum við markið við tólf stelpur í hóp. Það eru alltaf sömu stelpurnar saman og hjá sama þjálfar- anum. Byrjendurnir , það eru stelpur allt niður í fimm ára, eru tvisvar sinn- um i viku. Segja má að síðan ráði geta hverrar og einnar hversu mikið þær æfa. Byrjendurnir eru í léttum æfing- um sem eru undirstöðuæfingar fyrir erfiðari en annars þyngjast æfingarnar stig af stigi og það er einstaklings- bundið hvað stelpurnar gera og geta. Þetta miðast við getu hvers og eins.“ Þið nefnduð áðan aðstöðuleysi sem þið búið við. Hvernig standa málin hvað áhöld snertir? Anna: „Okkur stórvantar áhöld og höfum aflað nokkurra sjálfar. Við keyptum jafnvægisslána, hluta úr stökkgólfi, stökkbretti og á þriðja vetri fengum við tvíslána. Vegna þess hversu seint hún kom til okkar þá erum við þó nokkuð á eftir á henni hvað getu varðar. Við höfum íjármagn- að kaupin t.d. með happadrætti, félags- gjöldin hafa verið notuð til áhalda- kaupa, tombóla hefur verið haldin svo eitthvað sé nefnt. Því er ekki að neita að draumurinn hjá okkur er að fá gryíju í nýja íþróttahúsið. Það er að vísu bara draumur." Eru einhver mót sem eru á döfinni á næstunni hjá ykkur? Anna: „Næsta mót verður í desem- ber. Þetta er Bikarmótið og ætlunin er að senda C og D Iið. Staðreyndin er samt sú að þetta er of snemmt fyrir okkur en við ætlum að vera með. Í febrúar er unglingamót og meistara- mót í fimleikastiga. í apríl er unglinga- meistaramót í frjálsum æfingum og við ætlum að vera með.“ UNGLINGA- MEISTARINN Það var alveg tilvalið að spjalla við nokkrar stelpur sem voru að æfa þessi kvöld sem við litum inn. Áhuginn með- al þeirra virtist geysilegur og því er ekki að neita að undirrituð fékk hálf- gert samviskubit að vera að trufla þær við æfingarnar. Sunneva Sólversdóttir var eitt fórnarlamb okkar en hún er 14 ára. Hún er unglingameistari í sínum aldursflokki, þ.e. 13-14 ára. Aðspurð sagði hún að þetta væri þriðja árið hennar í fimleikum með Stjörnunni. Hún æfði handbolta með sama félagi en er hætt því núna. Sunneva er í Garðaskóla. Er hún var spurð að því hvort hún nennti að mæta fimm sinn- um í viku á æfingar þá viðurkenndi hún að það kæmi nú fyrir að hún nennti ekki „en þegar ég er komin hingað þá er þetta allt í lagi. Uppá- haldsáhald? Ekkert vafamál það er tví- sláin.“ STJÖRNUMEISTARINN Annað fórnarlamb okkar var Stjörnumeistarinn hún Sigurbjörg Ólafsdóttir 11 ára. Þetta er fimmta árið sem hún æfir með Stjörnunni. Hún æfir fimm sinnum í viku. „Tvísláin er skemmtilegust en skrúfa er erfiðust. Spígat? Nei, það er ekkert erfitt“ var svarið þegar blaðamaður innti hana eftir því sem ásýndar sýnist geysilega erfitt, þ.e. spígatið. Þessir hópar sem voru að æfa geisl- uðu af áhuga og hressleika. Það er samdóma álit allra sem eitthvað til þekkja að í Stjörnunni eru bæði mikil og góð fimleikaefni. Þetta er framtíð fimleikafélagsins og það er vonandi að skilningur yfirvalda og þeirra sem þetta mál snertir geri það að verkum að við þurfum ekki að bíða lengi eftir sæmilegri aðstöðu fyrir þessar stelpur svo að við íslendingar getum í nánustu framtíð státað af afreksfólki í fimleik- um eins og við gerum í öðrum íþrótt- um. Æðislegt úrval af leikfimisfatnaði arena v F3EDDV f Carite HOLASPORT Bóka- og sportvöruverslun - Hólagarði - Sími 75020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.