Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 26

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 26
LANDSUÐŒ) — Karl Gauti Hjaltason formaður Karatesambands íslands. Texti: Þorgrímur Þráinsson. Myndir: Grímur Bjarnason. Landsliðið í karate: Aftari röð f.v.: Atli Erlendsson þjálfari, Ólafur Wallevik, Árni Einarsson, Ævar Þorsteinsson. Fremri röð f.v.: Halldór Svavarsson, Jónina Olsen og Kristín Einarsdóttir. í lok nóvember síðastliðins kepptu fimm íslenskir landsliðsmenn á Norð- urlandamótinu í Karate sem fram fór í Helsinki í Finnlandi. Árangurinn var nokkur góður á mótinu og tókst þrem- ur íslenskum keppendum að komast á verðlaunapall. Atli Erlendsson varð þriðji í 65 kg flokki í kumite — Jónína Olsen varð og þriðja í kata kvenna og Árni Einarsson hlaut brons í kata. Atli Erlendsson er landsliðsþjálfari í karate en Karl Gauti Hjaltason er for- maður Karatesambands íslands — hann var jafnframt dómari á Norður- landamótinu. Við ræddum stuttlega við Karl og spurðum hann hvort al- menn ánægja ríkti með árangur íslend- inga á mótinu. „í heildina held ég að flestir séu ánægðir með árangurinn en mín skoðun er sú að við áttum meira skilið. Atli var sérstaklega óheppinn að sigra ekki í sínum flokki í kumite. Hann keppti við Finnann Janne Timon- en í undanúrslitum og hafði yfir 2:0 þegar stutt var eftir. Finnanum tókst þá að hrekja Atla þrisvar sinnum út fyrir línuna og tapaði Atli við það þremur stigum. Ástæða þess að þetta hendir er sú að hér heima eru kepp- endur vanir því að hafa þjálfara sinn í seilingarfjarlægð sem lætur í sér heyra ef viðkomandi nálgast línuna. Þetta mátti ekki í Finnlandi og því var reynsluleysi um að kenna. Sama gerð- ist hjá Jónínu í kumite — hún var með örugga forystu en steig út fyrir línuna og tapaði viðureigninni. Kristín Ein- arsdóttir stóð sig virkilega vel en hún tapaði naumlega fyrir heimsmeistaran- um í kumite 2:3. Okkar karatefólk er því á mikilli uppleið. STÖNDUM OKKUR ÞEGAR Á REYNIR Við erum alltaf að bæta okkur ef við miðum við Norðurlöndin og þótt við fengjum fleiri verðlaunapeninga á síð- asta Norðurlandamóti sem haldið var á íslandi þá var ástæða þess að mun færri kepptu í hverri grein. Að loknu mótinu í Finnlandi gerðum við okkur grein fyrir því að Norðurlandamótið sem við héldum fyrir ári var mjög vel skipulagt — betur en í Helsinki. Við getum verið ánægð með framkvæmd mála en samt byggðum við ekki á nein- um grunni. Áhugi okkar fyrir íþróttinni er mikill og því stöndum við okkur þegar á reynir. 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.