Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 15
Sterkasti maður heims
tók á þrátt fyrir meiðslin og keppti
með bros á vör - reyndi að velta bílun-
um með annarri hendinni en sleit þann
upphandleggsvöðva líka. Eftir næstu
grein varð hann að hætta keppni.
Sannarlega leiðinleg endalok því Finn-
inn var verðugur keppinautur efstu
manna og hefði getað blandað sér í
toppbaráttuna ef hann hefði ekki slitið
upphandleggsvöðvana.
KROSSFESTINGARLYFTA
í þessari grein komst „skógarbjörn-
inn“ Grizzly loksins á blað meðal
fremstu manna en hann hélt hinum
12.5 kílóa þungu kampavínsflöskum
lengst uppi með útréttum örmum. Jón
Páll varð annar og því kominn með 37
stig en Capes varð sjötti og því með 33
stig alls. Þriðji í þessari grein varð hins
vegar Frakkinn Bruael.
REIPTOG
Nú var komið að Jóni Páli að láta í
minni pokann fyrir Capes en þeir
kepptu til úrslita í reiptoginu. í fyrstu
atrennu dró Jón Páll, Grizzly út í vatn-
ið en okkar maður varð að súpa á er
Capes vann úrslitaviðureignina. Stað-
an: Jón Páll 44 stig, Capes 41 stig.
RÉTTSTÖÐ ULYFTA
Sérgrein Jóns Páls. Lyftan var fólgin
í að bátur var hlaðinn með sandpokum
en keppendur áttu að lyfta afturenda
bátsins líkt og um réttstöðulyftu væri
að ræða. Öruggur sigur hjá Jóni Páli
og 52 stig í höfn en Capes varð annar
og tryggði sér þar með 48 stig. Wold-
ers varð þriðji í þessari grein.
TUNNUHLEÐSLA
Síðasta greinin og Jóni dugði fjórða
sætið til sigurs, færi svo að Capes ynni
greinina. Að þessu sinni átti að hlaupa
með fimm 100 kílóa tunnur um 30
metra vegalengd upp í móti og hlaða
þeim á vagn. Jón Páll tölti við hlið
Capes sem tók mikinn sprett í byrjun
en undir lokin gaf Jón Páll í og lauk
einn við að hlaða hinum fimm tunnum
á vagninn. Capes örmagnaðist eftir
þriðju tunnuna en Jón Páll gaf sér
góðan tíma til þess að spjalla við áhorf-
endur áður en hann spretti úr spori og
vann titilinn „Sterkasti maður heims“.
Jón Páll 8 stig, Capes 7 stig og Dusko
frá Kanada 6 stig.
ÚRSLITIN
Jón Páll Sigmarsson sigraði
örugglega í keppninni með 59 stig,
Capes varð annar með 55 stig og Wold-
ers varð þriðji með 37 stig. Síðan
komu, Dusko, Bruael, Wallace, Num-
™7Ífy-T w JB l mm 1 1 1 --- Á
f ‘"''l Mgiw f 1 B
, •
".. f ' I f| m Ch 7/r> 1
isto og Grizzly rak lestina. Jón Páll
stóð því með pálmann í höndunum á
pálmaprýddri strönd Miðjarðarhafsins.
Titillinn var aftur kominn í öruggar
hendur „ísmannsins" frá íslandi.
Hjalti „Ursus" Árnason ásamt Jóni
Páli.
Capes lyftir steini upp á tunnu. Takið
eftir því hve kappinn er líkur Brútusi
í Stjána-Bláa myndunum. Það er eng-
in tilviljun að Capes hefur farið með
það hlutverk oftar en einu sinni.
Finnska hörkutólið Numisto lyftir
steininum en slítur upphandleggs-
vöðva.
Ab Wolders — Hollendingurinn
sterki í glímunni við 200 kg sekkinn.
Það þarf talsvert af súrefni í 171 kílóa
skrokk. Grizzly er hér að niðurlotum
kominn.
15