Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 35

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 35
lékum við þokkalega. Ef til vill var það líka sökum þess að við áttum ekki möguleika á neinum titlum og lékum án allrar pressu. Við höfðum allt að vinna og engu að tapa.“ Gústi gat þó ekki neitað því að hann var ánægður með sína frammistöðu enda fleytti hún honum á toppinn - í A-landsliðið. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég spila með A-landsliðinu og ég er nokkuð ánægður með minn hlut - miðað við það að leika í nýrri stöðu. Staða varnarmanns er auðveldari að mínu mati en staða tengiliðs hvað tækni og úthald varðar. En það sem má aldrei bregðast er einbeitingin - hún verður að vera 100% allan leikinn. Ein smá mistök geta verið afdrifarík. í síðasta leik okkar í haust gegn Austur- Þjóðverjum háði leikæfmgin okkur áhugamönnunum töluvert. Það er erf- itt að spila erfiðan landsleik eftir mán- aðar hvíld frá deildarkeppni. Það sem er jákvætt við að vera í Iandsliðinu er að nú hefur maður að einhverju að stefna. Á æfingum hugsar maður allan tímann um að leggja sig fram því mikið er í húfi að halda sér í liðinu. Það er virkilega gaman að standa í þessu þeg- ar vel gengur. Mér þótti mjög gaman að kynnast leikmönnum annarra liða í landsliðinu og hef ég eignast vini í gegnum það. Fótboltinn í heild sinni og íslandsmótið verður mun persónu- legra fyrir vikið. Nú kem ég til með að líta öðrum augum á andstæðinga. Því miður missa margir af þessari tilfinn- ingu því ekki komast allir í landsliðið en það er ánægjulegt að hafa kynnst leikmönnum annara liða svona vel. Þetta eru allt sömu félagarnir - hvort sem þeir eru í KR eða öðrum liðum. OFT SPURNING UM HEPPNI Ég var aldrei búinn að gera mér miklar vonir um að fá að leika með landsliðinu því samkeppnin um mið- vallarstöðurnar er svo gífurlega mikil. Ef Gordon Lee hefði ekki fært mig í vörnina hjá KR hefði ég líkast til aldrei leikið landsleik. Fótboltinn er svo til- viljunarkenndur og oft á tíðum er þetta spurning um heppni. Jú, - líkast til er ég betri varnarmaður en miðju- maður, það kemur best í ljós núna. Nú hef ég leikið 8 landsleiki og finnst mér Ágúst Már ég frekar vera að sækja í mig veðrið heldur en hitt. Annars er gaman að finna það hvað reynslan hefur mikið að segja í fótboltanum. Ég finn það svo vel frá ári til árs.“ Fyrir landsleikinn gegn Austur- Þjóðverjum æfðu flestir okkar áhuga- menn með liðum í Þýskalandi og urðu það hlutskipti Gústa og Gunnars Gísia- sonar að æfa með Borussia Dortmund sem leikur í Bundesligunni. Félagarnir æfðu þar í 12 daga og hvað ætli Gústi segi um atvinnumennina sem leika í einni erfiðustu deildarkeppni heims. „Satt best að segja fannst mér 2-3 leik- menn virkileg góðir - hinir eru ekkert betri en okkar bestu l.deildarleik- menn. Leikmenn í Bundesligunni eru ekki eins góðir og flestir halda - enda höfum við verið að sjá þá leika í sjón- varpinu að undanförnu. Þeir eru betri skotmenn og hafa meiri hraða en við enda mikið lagt upp úr því. En samt sem áður fer enginn útlendingur í lið í Bundesligunni nema vera betri en sá innfæddi sem er að keppa um sömu stöðu. Það var góð reynsla að kynnast þessu en nú ber ég ekki eins mikla virðingu fyrir þessum körlum." ALLTAF VERIÐ HÁLF- GÓÐUR VIÐ MIG Eins og áður sagði urðum við Gústi samferða í gegnum MR og áttum þar glaðar stundir. En því ætli Gústi hafi valið nýmáldeildina - eða „Flugfreyju- deildina" eins og Guðni rektor sagði jafnan. „Ég hef alltaf verið hálf-góður við mig og reynt að fara þægilegustu leiðina í gegnum skóla. Þó hafa tungu- mál aldrei verið mín sterkasta hlið. Reyndar var ég alltaf næst hæstur í þýsku - en mig minnir að við höfum bara verið tvö í þeirri deild,!!“ segir Gústi og hlær. Samskipti Gústa og Guðna voru oft skondin og slapp hann ekkert við stríðni frekar en aðrir nem- endur. Einhverju sinni átti Guðni leið fram hjá okkur strákunum þar sem við héngum fyrir utan sjoppu - og vildi þá svo til að Gústi var að tuska ein- hvern til. Upp frá því kallaði Guðni hann aldrei annað en Ofbeldismann- inn. Gústi tók þetta ekki nærri sér en eitt sinn krafðist Guðni skýringar á því að Ofbeldismaðurinn kæmi of seint í tíma. Gústi hafði svör á reiðum hönd- Gústi og Jósteinn Einarsson á High- bury fyrir leik KR gegn QPR í UEFA keppninni 1984. um: „Ég þurfti að ganga frá einum á leiðinni", fékk hann samstundis inn- göngu í tímann. Veturna 1980-’82 dvaldi Gústi við nám í íþróttaskólanum á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan ásamt mörgum skemmtilegum karakterum. Enda leyn- ir það sér ekki þegar Laugarvatsgeng- ið hittist að þá er hlegið fyrir næsta mánuðinn. Gústi Iætur vel af dvölinni á „Þróttó" en virðist hafa eitthvað á samviskunni. „Ég kynntist fjölda eftir- minnilegra persóna og mynduðust vinatengsl sem vara munum um aldur og ævi.“ Einn vetur hefur Gústi starfað við almenna kennslu og annan vetur hef- ur hann starfað sem íþróttakennari. ár vann hann hjá Þýsk-íslenska og í framhaldi af því vann hann í Þýska- landi í nokkra mánuði. Við félagarnir dvöldum síðan saman í nokkra mánuði í París við „leik og störf" en frekari sögur fara ekki af því. Nú í vetur hefur alvaran tekið aftur við hjá KR-ingnum og íþróttakennaranum því hann hefur hafið alvarlegt nám við Kennarahá- skóla íslands. Eftir því sem ég best veit er hann einn tíu drengja sem þar stunda nám innan um eitthundrað 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.12.1986)
https://timarit.is/issue/408507

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.12.1986)

Aðgerðir: