Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 60

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 60
Ríkharður Jónsson lék með íslenska landsliðinu í 20 ár. Einn sá allra besti í gegnum tíðina. (Ljósm. Árni S. Árnason) staðan í ÍA-liðinu á milli 1950 og ’60 var 2. flokkurinn frá 1946. Sama gerist þegar KR verður stórveldi er Þórólfur Beck, Ellert Schram, Örn Steinsen o.fl. koma inn sem sterkur kjarni.“ Ríkharður rifjar upp þessa gömlu daga þegar 6 lið tóku þátt í íslands- mótinu en deildaskipting var ekki tekin upp fyrr en 1955 og 1959 var fyrst leik- in tvöföld umferð — heima og heiman. Leikir voru færri en nú orðið, þó segir Rikki að nokkrir leikmenn hafi leikið mun meira en aðrir. Þá tíðkaðist að nota lánsmenn í leiki gegn sterkum er- lendum liðum en heimsóknir að utan voru fastur liður á vorin og um mitt sumar. Leikið var gegn gestgjöfunum, íslandsmeisturunum og tilraunalands- iiði og léku vissir leikmenn stundum í öllum þremur liðunum. Þá var móta- fyrirkomulagið frábrugðið, Valtýs- keppni og Túliníusarmót auk Reykja- víkur- og íslandsmóts en bikarkeppnin byrjaði 1960. „Það kom fyrir að maður lék 5 leiki eina vikuna, þar af einn landsleik og fann ekki fyrir því,“ segir Ríkharður en einhvern veginn vekur þessi sögn blendnar tilfinningar. Það rifjast upp að Rikki átti á köflum við þrálát meiðsli að stríða og missti m.a. af landsleikjum af þeim sökum. Einn við- mælandi á Akranesi hafði orð á því hve illa sumir leikmanna gullaldarliðsins hefðu farið út úr knattspyrnunni og tók Donna og Ríkharð sem dæmi. Donni var lappalaus er ferli hans lauk og þolir Rikki ekki mikinn kulda á þann fót sem angraði hann á árum áður. GULL FÆST í AFRÍKU - KNATTSPYRNU- MENN Á AKRANESI Hinn frábæri árangur knattspyrnu- manna af Akranesi orsakir hans og afleiðingar er viðfangsefni fyrir þjóðfé- lagsfræðinga — en hvaða þýðingu tel- ur Ríkharður Jónsson að knattspyrnu- iðnaðurinn hafi fyrir bæjarfélagið? „Knattspyrnan hefur haft geysimikla þýðingu fyrir Akranes og Akurnesinga. Fólk þarf að hafa eitthvað til að standa saman um og einkum er það metnað- armál fyrir lítið bæjarfélag að standa jafnfætis höfuðborginni í einhverju. Árið 1951 var talið fráleitt að lið frá höfuðborginni væru ekki betri en ein- hverjir utanbæjarskussar. En hvað gerðist? Akranes varð eins konar knattspyrnubær meðan Hafnarfjörður varð handboltabær og svo er enn. Það er eiginlega ótrúlegt hversu margir góðir fótboltamenn koma héðan. Ég sagði einhverju sinni við sænska blaða- menn að ef þá vantaði gull skyldu þeir fara til Afríku — en vanti þá góða knattspyrnumenn skyldu þeir bara koma til Akraness." Miðað við árangur „gullaldarliðsins“ á sjötta áratugnum var frammistaðan á þeim sjöunda ekkert til að hrópa húrra fyrir. Sigur á íslandsmótinu 1960 og 1970, silfurverðlaunin Qórum sinnum frá ’61-’65 og aftur 1969 er þó árangur sem flest félög myndu sætta sig við — ekki Skagamenn. Margir mætir menn léku þó með ÍA á þessum árum, snillingurinn Eyleifur Hafsteinsson er ógleymanlegur þeim er fengu að njóta leikni hans og útsjónar- semi. Matthías Hallgrímsson, Marka- Matti var engum líkur. Kr-ingar voru þó með fleiri stjörnur og óumdeilan- lega lið áratugarins. Um miðjan áttunda áratuginn hófst tímabil sem sumir vilja kalla hina nýju gullöld. Sigur vannst í 1. deild 1974, 1975 og 1977 - en 2. sætið 1978 og 1979. Sem sárabót! — vann ÍA bikar- keppni KSÍ í fyrsta sinn 1978. Þessi ár einkenndust af mikill baráttu ÍA og Vals, þau voru risar íslenskrar knatt- spyrnu og báru ægishjálm yfir aðra keppinauta. Þjálfari þetta tímabil var lengst af Englendingurinn George Kirby sem átti ekki minnstan þátt í árangrinum. Menn eins og Karl Þórð- arson, Jón Alfreðsson, Jón Gunnlaugs- son, Árni Sveinsson, Pétur Pétursson o.fl. hjálpuðu vissulega til en engum duldist hæfileiki Kirby’s til að ná því besta út úr leikmönnum sínum. Eftir tveggja, þriggja ára fjarveru frá toppnum kom fram enn eitt stórliðið af Skaganum — Ieitt af Herði Helgasyni hæglátum markverði og kennara, góð- um dreng. Árangur síðastliðinna ára: íslandsmeistarar 1983 og ’84, 2. sætið í fyrra og 4 bikarameistaratitlar á síð- ustu 5 árum. Hvar endar þetta? And- stæðingar Skagamanna á knattspyrnu- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.