Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 18

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Side 18
 Af hveiju valdi ég handboltann? Það kom hreinlega ekkert annað til greina þetta er sennilega í blóðinu. Afi minn Þorgils Guðmundsson var íþrótta- kennari i Reykholtsskóla, móðurbróðir minn Birgir Þorgilsson var í fyrsta landsliðinu í handbolta, föðurbróðir minn Einar Mathiesen var formaður Handknattleiksdeildar FH og svo spil- aði mamma handbolta með ÍR í gamla daga. Ég minnist þess þegar ég fór sem smá patti í Höllina með mömmu og pabba. Þá voru átrúnaðargoðin í hand- boltanum Geir Hallsteinsson, Birgir Björnsson, Örn Hallsteinsson og fleiri góðir menn og því leiddi það að sjálfu sér að ég fór að æfa handbolta með FH þegar ég var tíu ára.“ Það er Þorgils Óttar Mathiesen handknattleiksmaður í FH sem hefur orðið. Aðeins 24 ára að aldri hefur hann náð þeim árangri að vera einn fremsti afreksmaður okkar íslendinga á sviði handknattleiks og á nú yfir 200 meistaraflokksleiki að baki, um 120 landsleiki og hefur undanfarin fimm ár verið fastur leikmaður í landsliðinu. Nú gegnir hann stöðu íyrirliða hjá landsliðinu og hefur að sögn kunnugra aldrei verið betri. Þorgils er yngstur þriggja barna hjónanna Sigrúnar og Matthíasar Á Mathiesen. fþróttablaðið heimsótti Þorgils,og spjallaði við hann dagstund. Þá vár hann önnum kafinn við lokaritgerð sína í viðskiptafræði við Háskólann en Þorgils lýkur væntan- lega námi sínu núna um áramótin. „Ég ætti í rauninni að vera búinn með viðskiptafræðinámið núna en námið hefur orðið dálítið út undan á þessu ári vegna handboltans," segir hann og brosir afsakandi um leið og hann býður blaðamanni upp á kaffi á _ vistlegu heimili foreldra sinna. Við hefj- um spjallið og talið berst aftur að upp- hafi þess að Þorgils byrjar í handbolí- anum. .¥ 18

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.