Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 74

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 74
Ulf Carlsson heimsmeistari í tvíliðaleik. Texti: Þórhildur Pétursdóttir Myndir: Qrímur Bjarnason. FLUGLEIÐAMÓTIÐ í BORÐTENNIS Svokallað Flugleiðamót í borðtennis var haldið í íþróttahúsi Kennarahá- skólans laugardaginn 29. nóvember síðastliðinn. Mót þetta er eitt þriggja sem Borðtennissamband íslands held- ur en Flugleiðir eru aðalauglýsandinn. Hin tvö eru Unglingameistaramót ís- lands og íslandsmótið í borðtennis sem fram fóru fyrr á þessu ári. Að þessu sinni var ákveðið að gera átak til að kynna borðtennisíþróttina hér á landi. í því augnamiði bauð Borðtennissambandið tveimur Svíum til þátttöku í mótinu; þeim Kjell Johannsson og Ulf Carlsson. Hinn fer- tugi Kjell Johannsson hefur þrívegis orðið heimsmeistari í tvíliðaleik en er nú hættur þátttöku í alþjóðlegum mótum. Landi hans Ulf Carlsson tví- tugur að aldri er á hinn bóginn núver- andi handhafi heimsmeistaratitilsins í tvíliðaleik ásamt félaga sínum Mikael Appelgren. Þeir unnu titilinn á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Gautaborg fyrr á þessu ári þar sem þeir unnu Tékka. Þeim hjá borðtennis- sambandinu er greinilega mikið í mun að almenningi á íslandi gefist kostur á að sjá hvernig á að leika borðtennis. Það fengum við svo sannarlega að sjá þennan dimma laugardag í lok nóv- ember. Slík tilþrif hafa líklega aldrei sést hér á landi. Þeir félagar höfðu slíkt vald á kúlunni að manni datt helst í hug að þeir væru gæddir einhverjum yfirnátturulegum eiginleikum og dá- leiddu kúluna. Hvernig er hægt að öðl- ast slíka leikni? 74 ULF CARLSSON Okkur tókst að króa heimsmeistar- ann af í einu horni íþróttahússins á milli leikja. Hann var á sífelldu iði, sett- ist niður um stund, stóð upp og hristi fæturna og meðan á spjallinu stóð var hann í óða önn að skipta um gúmmí á tennisspaðanum sínum. Í fljótu bragði virtist hann afar taugaóstyrkur en sú ímynd breyttist er leið á samtalið. Við spurðum hann fyrst hve oft hann skipti um gúmmí og hvers vegna? — Ég skipti um gúmmí fyrir hvert mót sem ég tek þátt í en þegar um æf- ingleiki er að ræða skipti ég sjaldnar; svona eftir þrjá til fjóra leiki. Slitið gúmmí minnkar gripið og maður nær ekki jafn góðu höggi (smassi). Sem atvinnumaður get ég leyft mér þetta en áhugamenn skipta mun sjaldnar. Þeir láta sér jafnvel nægja að skipta um tvisvar til þrisvar á ári þar sem þetta er afar dýr „varahlutur“. — Nú ert þú atvinnumaður í borð- tennis og hefur verið um 9 ára skeið. Hvers vegna borðtennis en ekki t.d. frjálsar eða fótbolti? — Sem gutti var ég í fótbolta, sundi og fleiri íþróttum eins og aðrir jafn- aldrar mínir í Svíþjóð. Þegar ég var 8-9 ára kynntist ég fyrst borðtennis. í fyrstu var þetta bara leikur en smám saman fór ég að eyða meiri og meiri tíma í þetta og æfa mig markvisst und- ir mót. Þegar ég var 16 ára hætti ég í skóla og gerðist fljótlega atvinnumað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.