Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 82

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 82
Á heimavelli HÓLMBERT OG DÚFURNAR Líkast til þarf ekki að kynna Hólm- bert Friðjónsson fyrir lesendum íþróttablaðsins en hann er einn skemmtilegasti og háværasti knatt- spymuþjálfari landsins. Hólmbert hefur víða komið við í þjálfun og ætíð verið vel liðinn og náð góðum árangri. Síðastliðið sumar þjálfaði hann Keflvíkinga í l.deildinni og kom liðið skemmtilega á óvart. Það sem færri vita er að Hólmbert safnar dúf- um og á orðið dágóðan slatta af glæsilegu fiðurfé. Einn leikmanna ÍBK hefur og áhuga á dúfnarækt og spurði Hólmbert eitt sinn hvort hann ætti ekki 3-4 „Toppara“ (dúfur) sem hann vildi skipta á fyrir aðrar. Hólm- bert hélt það nú að hann ætti Topp- ara og sagðist ætla að koma með þá á næstu æfingu. Síðan líður vika og nokkrar æfingar og ekkert bólar á Toppurum. Leikmanninum var farið að leiðast þófið og spurði Hólmbert hvort hann væri búinn að gleyma sér. Hólmbert greip þá í angist sinni um höfuðið og rak um skaðræðis öskur:- „Djöfullinn sjálfur - þeir eru búnir að vera í skottinu á bflnum í heila vikur.“ Hvort leikmaðurinn notaði Toppar- ana í sunnudagsmatinn skal ósagt látið. Arthur Albiston þurfti að láta klippa burt fótboltastrákskrullurnar. MAN.UTD ORÐIÐ AÐ KFUM-LIÐI Fréttir frá Old Trafford í Manchest- er (Jnited herma að Alex Ferguson hin nýi framkvæmdastjóri félagsins sé langt kominn með að breyta lið- inu í KFLIM klúbb. Ferguson lék í stöðu framherja með ýmsum liðum í skosku deildinni fyrir 10-15 árum og minnast andstæðingar hans helst sökum hörku, ósérhlífni og olnboga- skota. Hann krefst mun meiri aga af leikmönnum liðsins en fyrirrennari hans hjá Manchester, Ron Aitkinson sem mörgum þótti veita of mikið frjálsræði. Með þessu móti hyggst Ferguson byggja upp baráttuþrek og hörku hjá primadonnunum á Old Trafford. Hann krefst stundvísi og að menn leggi allan sinn þrótt og kraft í æfingamar. Bjórdrykkja í miðri viku eftir leiki á ekki upp á pallborðið hjá honum og hárlubbi er til óþurftar að hans mati. Til dæmis þurfti bakvörð- urinn Arthur Albiston sem elstu menn muna ekki öðruvísi en með fótboltastrákskrullur niður á herðar, að láta klippa sig stutt að hætti Fergusons - sem ekki hefur breytt út af sinni herraklippingu um áraraðir. ZICO Það er ekki mikill munur á 5 ára snáða og brasilíska knattspyrnusnill- ingnum Zico að mati ítalska knatt- spyrnusambandsins. Zico sagði frá því í sjónvarpsviðtali fyrir skemmstu að ekki alls fyrir löngu hafi hann lent í tilviljunarkenndu lyfjaprófi knatt- spyrnusambandsins og þurft af því tilefni að leggja fram þvagprufu að leik loknum. En Zico gamla var bara ekki mál sama hvað hann reyndi - hann þambaði vatn, labbaði um og lét vatn renna á púlsinn á sér, - en allt kom fyrir ekki. Dropinn vildi ekki út. Aðra sögu var hins vegar að segja af 5 ára syni Zicos sem beið eftir pabbanum meðan á þessu stóð. Honum var aldeilis orðið mál að komast á salernið og var það honum kærkomið þegar faðirinn bauð hon- um að ganga með sér örna sinna. Zico afhenti síðan þvagsýni sonar síns og hafa honum enn engar athugasemdir borist fráítalska knatt- spyrnusambandinu. 82 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.12.1986)
https://timarit.is/issue/408507

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.12.1986)

Aðgerðir: