Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 63
Getraunir
Því er ekki að neita að vinningsmöguleikar eru miklir
þegar tippað er — hæsti vinningur sem hlotist hefur var í
13. leikviku í fyrra, hann var 1,2 milljónir króna.
Þetta eru þeir þrír starfsmenn íslenskra getrauna: Elínborg
Magnúsdóttir, Anna Guðmundsdóttir og Birna Einarsdóttir.
Hún heitir Birna Einarsdóttir, við-
skiptafræðingur að mennt og á einu ári
hefur hún rifið starfsemi getraunanna
upp. Söluaukningin á seinasta ári var
gífurleg, veltuaukningin 120% og í
röðum talið var hún 50%. Hvernig er
þetta hægt?
„Fyrirtækinu hafði lítið verið sinnt
svo það voru engir galdrar sem við
þurftum að notast við til að ná þessari
aukningu. Þegar ég tók við þessu
starfi fyrir rúmu ári setti ég mér ákveð-
in markmið og þá hafði ég að nokkru
leyti til hliðsjónar reksturinn á hinum
Norðurlöndunum. Það var einkum
þrennt sem ég ákvað að gera til að
auka söluna. í fyrsta lagi að auka aug-
lýsingar og alla almenna kynningu
verulega. Tekið var upp samstarf við
auglýsingastofuna Krass og þar voru
einnig allar upplýsingarnar hannaðar.
Nýjar auglýsingar voru búnar til jafn-
hliða því að auglýsingum fjölgaði mik-
ið á árinu. Núna er verið að hanna nýj-
ar auglýsingar íyrir sjónvarp og við
ætlum að halda þessu átaki áfram.
NÝTTHÚS
„í öðru lagi var reynt að auka þjón-
ustu við viðskiptavinina. Þar er auðvit-
að fyrst að telja nýja húsnæðið hér í
Laugardalnum. Frá því íslenskar
getraunir tóku til starfa og fram ti! árs-
ins 1982 voru þær staðsettar á skrif-
stofu íþróttabandalags Reykjavíkur.
Húsnæðið var fyrir löngu orðið allt of
þröngt og óhentugt fyrir hina vaxandi
starfsemi. Fyrir tveimur árum voru
fjögur herbergi tekin á leigu hjá Í.B.R.
en á seinasta ári misstum við húsnæð-
ið og þá var tekin ákvörðun um að
kaupa húsnæði undir starfsemina og
nú eiga íslenskar getraunir aðra hæð í
húsi númer 2 í íþróttamiðstöðinni upp
á 250 fermetra. Edda Ríkharðsdóttir
innanhússarkitekt var fengin til að sjá
um alla hönnun að innan. Nú geta
viðskiptavinir okkar komið hingað og
tippað í þægilegu umhverfi og ef þeir
vilja þá bjóðum við upp á heitt kaffi all-
an daginn. Auðvitað veitum við einnig
alla þá hjálp sem óskað er eftir við að
fylla út seðlana. Við höfum t.d. fjölritað
ýmis kerfi fyrir fólk en það eru alltaf þó
nokkrir sem hafa áhuga á að nota ýmis
kerfi.“
AUKIN TENGSL
„í þriðja lagi ákvað ég að auka
tengslin við umboðsaðilana og hef ég
gert það með því að ferðast út á land
og þar af leiðandi er ég í nánari tengsl-
um við umboðsaðilanna þar. Svo og
með því að halda fundi hér fyrir sölu-
aðilana á Reykjavíkursvæðinu. íþrótta-
félögin hafa forgang á allri sölu
getraunanna og það eru þau sem eru
umboðsaðilamir. Með því að auka
tengsl við þau er auðveldara að gera
sér grein fyrir því hvað viðskiptavinirn-
ir vilja, að athuga hvert markaðurinn
liggur því söluaðilamir eru í stöðugu
sambandi við kaupendurna. Segja má
að afrakstur þessa sé stóri miðinn,
símaþjónustan og greiðslukortaþjón-
ustan. Fólk getur hringt hingað, gefið
okkur upp greiðslukortanúmerið, við
fyllum út seðil hér og viðkomandi segir
hvaða íþróttafélag eigi að fá sölulaun-
in. Samtalið er tekið upp á segulband
svo ekkert fari á milli mála ef einhver
misskilningur kemur upp á. Mér hefur
alls staðar verið tekið mjög vel úti á
landi en það gefur að skilja að ég hef
ekki komist á alla staðina. í þeim tilfell-
um hef ég reynt að hringja svo og að
skrifa bréf.“
Það sem vakti furðu mína þegar ég
heimsótti Birnu niður í Laugardal er
hversu glæsilegt húsnæðið er og
hversu fáir starfsmenn sáust á vappi.
íslenskar getraunir er fyrirtæki sem
veltir miljónum svo einhvern veginn sá
ég fyrir mér stærðarinnar bákn. Mér
skjátlaðist.
63