Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 64

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Síða 64
Getraunir „Við eru þrjár sem vinnum hér, fyrir utan mig eru það Anna Guðmunds- dóttir sem hefur starfað hér í sautján ár og Elínborg Magnúsdóttir. Að vísu höfum við fjórtán manns á launaskrá. Á mánudögum koma hingað konur á besta aldri og þá er farið yfir seðlana. Það er gert í höndunum, eins og farið var yfir krossaprófin hér einu sinni. Það hefur komið til tals að kaupa vél sem fer yfir seðlana og þá er hægt að segja til um úrslitin strax á laugardeg- inum en að mínu mati svarar það ekki kostnaði, því svona tæki er mjög dýrt, þrátt fyrir að á seinasta ári hafi 25,6 miljónir raða verið seldar." 96 MILLJÓNIR KRÓNA Á seinasta ári voru getraunaseðlar seldir fyrir tæpar 96 miljónir króna. Helmingur af þessu fer í að borga vinn- inga. Þar sem markmið íslenskra getrauna er að afla fjár til stuðnings íþróttaiðkunar á íslandi fer stór hluti þessa fjár til þeirra og að jafnaði renna um 40% allra tekna til ungmenna- og íþróttahreyfingarinnar í formi sölu- launa, hagnaðar og fleira. Á seinasta starfsári numu þessar tekjur tæpum 39 miljónum króna. Þar af voru sölulaun tæpar 24 miljónir króna. „Þetta eru geysilegir tekjumöguleik- ar fyrir íþróttafélögin og í raun óskilj- anlegt að sum þeirra nýti sér þetta tækifæri ekki betur. í mörgum tilfell- um er sala getraunanna aðal tekjulind félaganna. Knattspyrnudeild Fylkis, ásamt Fram og KR, eru sterkustu aðil- arnir og seldu þeir tæpar 2 miljónir raða fyrir rúma 1,7 miljón króna á sein- asta starfsári. Það eru allt of mörg félög sem einfaldlega nenna ekki að standa í að selja getraunaseðla. Að mörgu leyti er það skiljanlegt þar sem salan er tímafrek en samt ættu mörg félaganna einfaldlega ekki að hafa efni á að sleppa þessum tekjumöguleika, en gera það þó samt. í Neskaupstað hefur orðið gífurleg aukning hvað varðar sölu eða 650% frá því í fyrra. Hella á Rangárvöllum selur mest miðað við íbúatölu. Það liggur ansi mikil vinna í þvf að selja þessa seðla en samt sem áður hefur salan ákveðið félagslegt gildi. Á veturna þegar störf íþrótta- félaganna eru í lágmarki kemur fólk saman í félagsheimilunum til að skipu- leggja söluna.drekkur saman kaffi og spjallar." VILTU EIGNAST 1,2 MILLJÓNIR? Það er að mörgu leyti skiljanlegt að almúginn freistist til að tippa þar sem það er ekki mjög dýrt og vinnings- möguleikarnir miklir. Svo ekki sé talað um þá upphæð sem hægt er að vinna sér inn. Til gamans má geta þess að á seinasta starfsári voru 36 leikvikur og spáð var um úrslit í 432 Ieikjum. í 198 tilvikum var um heimasigur að ræða, í 108 leikjum var jafntefli og í 126 var svokallaður útisigur. Á seinasta ári voru vinningsraðirnar 8932 sem skipt- ist þannig að 544 raðir unnu fyrsta vinning og 8388 sem unnu annan vinn- ing. Hæsti vinningur hlaust í þrett- ándu leikviku, 1,2 miljónir króna, sem fékkst á tólf rétta og ég er viss um að flestir hefðu viljað taka við þeim aur- um. „Það eru miklir vinningsmöguleikar sem liggja í því að tippa. Þó að undar- legt megi telja þá er það ekki alltaf sama fólkið sem vinnur. Það gefur auga leið að þeir sem kaupa margar raðir hafa meiri möguleika. Hvað varð- ar óvæntu úrslitin þá er það oftast einhver sem ekkert eða lítið þekkir til ensku knattspyrnunar, oftast konur, sem þá vinninga hirða og það er oftast stærsti potturinn og gefur þar af leið- andi mest. Annars eru konur ansi drjúgar við vinningana sem er kannski afleiðing þess að reynt var að leita inn á þann markað og nú eru þær farnar að taka mun meira þátt í getraununum en áður tíðkaðist.“ Hvað með þennan árangur ertu ánægð með hann? „Auðvitað er ég það. Ég er ánægð með seinasta starfsár í heild þrátt fyrir það að ýmislegt mætti bæta. Til dæmis þyrfti að auka söluna úti á Iandsbyggð- inni. Salan þar jókst mikið í fyrra en ég held að það mætti gera miklu betur. Róðurinn verður mun erfiðari í ár þar sem reksturinn gekk svo vel í fyrra. Svo er verið að koma af stað hér á landi Lotto á vegum Í.S.Í, U.M.F.Í og Öryrkjabandalags íslands. Þetta kemur til með að veita okkur harða sam- keppni." Að Iokum, Birna, tippar þú sjálf ? „Nei, ég get ekki sagt það. Oftast tippa ég en seðilinn hef ég ofan í skúffu hjá mér — skila honum ekki inn. í fyrsta lagi er ég sjaldan með marga rétta og í öðru lagi væri það óeðlilegt ef framkvæmdastjórinn fengi tólf rétta og ynni kannski eina miljón. Ég er hrædd um að þá myndi einhvers staðar heyrast hljóð úr horni.“ Þetta sagði hún með illilegu glotti og ég þakka pent fyrir spjallið og óska henni Birni innilega til hamingju með árangurinn. HÁALEITIS APOTEK AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT 68 SÍMI 82100 ÞAÐ MARGBORGAR SIG . . . AÐ KAUPA ÆRLEGAN SJÚKRAKASSA . . . og nota skyrturnar í annað éo ÞAÐ HAFA MARGIR SANNREYNT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.