Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 23

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 23
um bæinn minn Hafnarfjörð og vil veg hans sem mestan. Guðmundur Árni Stefánsson núverandi bæjarstjóri er ágætismaður — þó hann sé krati,“ segir Þorgils og hlær og bætir svo við: „Hér hef ég alla tíð búið og hér mun ég stofna mitt heimili þegar þar að kem- ur.“ FER EKKIÍLJÓS ÞRISVAR í VIKU En hvað gerir handknattleiksmaður- inn og viðskiptarfæðineminn Þorgils Óttar Mathiesen í frístundum? Ein- hvern tímann hlýtur að gefast stund á milli stríða til þess að líta upp frá bók- unum og handboltanum. „Já, já — sem betur fer,“ segir hann og hlær. „Þó handboltinn spili stóra rullu þá á ég mínar frístundir eins og aðrir. Ég hef gaman af að horfa á sjón- varp og fara í bíó af og til. Ég bregð mér líka stundum í Hollywood um helgar en fer ekki í ljós þrisvar í viku og er ekki með mynd af bílnum í vasan- um,“ segir hann kankvís. „En án gam- ans þá fer ég út að skemmta mér eins og aðrir ungir menn á mínum aldri. Ég er síður en svo heilaþveginn bindindis- maður og tek glas ef því er að skipta en tek það þó skýrt fram að áfengi nota ég aldrei þegar mikið liggur við í hand- boltanum. Ég á það meira að segja til að kveikja mér í vindli við hátíðleg tækifæri en reyki þó ekki þess að milli. Ég á góða vini sem ég skemmti mér með þegar því er að skipta." Þorgils Óttar býr enn í foreldrahús- um og fyrst við erum farin að tala um framtíðina vaknar sú spurnig hvort hjónaband eða sambúð sé í sjónmáli. „Nei,nei — engin slík áform á prjón- unum. Ég neita því hins vegar ekki að fallegar stúlkur eru sjaldnast langt undan,“ segir hann og hlær. „Nei, ég hef sennilega ekki fundið þá einu réttu enn sem komið er — enda er nógur tími — ég er ekki enn kominn á elli- launin!“ Nú fer ekki á milli mála að þú ert þekktur í þjóðfélaginu sem afreksmað- ur í handboltanum. Verður þú var við að fólk þekki þig? „Já, stundum en ég hef bara gaman af því. Það kemur oft fyrir að fólk tek- ur mig tali á skemmtistöðum og annars staðar á mannamótum og þá er um- ræðuefnið gjarnan handbolti og þar sem ég hef gaman af að tala um hand- bolta þá truflar það mig ekki hið minnsta. Annars verð ég mest var við að fólk þekkir mig þegar mikið er um að vera hjá landsliðinu — þess á milli er ég bara ofur venjulegur strákur úr Firðinum." Þegar hér er komið við sögu er farið að halla á daginn og ekki vert að tefja Þorgils Óttar öllu lengur frá ritgerð- inni. En hvað skyldi vera framundan hjá honum næstu árin? „Framtíðin er óskrifuð bók. Ég er ákveðinn í að halda áfram í handbolt- anum bæði með FH og landsliðinu — alla vega fram yfir Ólympíuleikana 1988. Eins og ég sagði stefni ég núna að því að ijúka námi en hvað síðar tek- ur við hef ég ekki gert upp við mig. Það er svo margt sem kemur til greina og nægur tími til þess að hugsa um það.“ verið velkomin - reynið viðskiptin - póstsendum HESTAMAÐURINN Sérverslun með hestavörur, Ármúla 38, sími 681146. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.12.1986)
https://timarit.is/issue/408507

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.12.1986)

Aðgerðir: