Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 23
um bæinn minn Hafnarfjörð og vil veg
hans sem mestan. Guðmundur Árni
Stefánsson núverandi bæjarstjóri er
ágætismaður — þó hann sé krati,“
segir Þorgils og hlær og bætir svo við:
„Hér hef ég alla tíð búið og hér mun ég
stofna mitt heimili þegar þar að kem-
ur.“
FER EKKIÍLJÓS
ÞRISVAR í VIKU
En hvað gerir handknattleiksmaður-
inn og viðskiptarfæðineminn Þorgils
Óttar Mathiesen í frístundum? Ein-
hvern tímann hlýtur að gefast stund á
milli stríða til þess að líta upp frá bók-
unum og handboltanum.
„Já, já — sem betur fer,“ segir hann
og hlær. „Þó handboltinn spili stóra
rullu þá á ég mínar frístundir eins og
aðrir. Ég hef gaman af að horfa á sjón-
varp og fara í bíó af og til. Ég bregð
mér líka stundum í Hollywood um
helgar en fer ekki í ljós þrisvar í viku
og er ekki með mynd af bílnum í vasan-
um,“ segir hann kankvís. „En án gam-
ans þá fer ég út að skemmta mér eins
og aðrir ungir menn á mínum aldri. Ég
er síður en svo heilaþveginn bindindis-
maður og tek glas ef því er að skipta en
tek það þó skýrt fram að áfengi nota
ég aldrei þegar mikið liggur við í hand-
boltanum. Ég á það meira að segja til
að kveikja mér í vindli við hátíðleg
tækifæri en reyki þó ekki þess að milli.
Ég á góða vini sem ég skemmti mér
með þegar því er að skipta."
Þorgils Óttar býr enn í foreldrahús-
um og fyrst við erum farin að tala um
framtíðina vaknar sú spurnig hvort
hjónaband eða sambúð sé í sjónmáli.
„Nei,nei — engin slík áform á prjón-
unum. Ég neita því hins vegar ekki að
fallegar stúlkur eru sjaldnast langt
undan,“ segir hann og hlær. „Nei, ég
hef sennilega ekki fundið þá einu réttu
enn sem komið er — enda er nógur
tími — ég er ekki enn kominn á elli-
launin!“
Nú fer ekki á milli mála að þú ert
þekktur í þjóðfélaginu sem afreksmað-
ur í handboltanum. Verður þú var við
að fólk þekki þig?
„Já, stundum en ég hef bara gaman
af því. Það kemur oft fyrir að fólk tek-
ur mig tali á skemmtistöðum og annars
staðar á mannamótum og þá er um-
ræðuefnið gjarnan handbolti og þar
sem ég hef gaman af að tala um hand-
bolta þá truflar það mig ekki hið
minnsta. Annars verð ég mest var við
að fólk þekkir mig þegar mikið er um
að vera hjá landsliðinu — þess á milli
er ég bara ofur venjulegur strákur úr
Firðinum."
Þegar hér er komið við sögu er farið
að halla á daginn og ekki vert að tefja
Þorgils Óttar öllu lengur frá ritgerð-
inni. En hvað skyldi vera framundan
hjá honum næstu árin?
„Framtíðin er óskrifuð bók. Ég er
ákveðinn í að halda áfram í handbolt-
anum bæði með FH og landsliðinu —
alla vega fram yfir Ólympíuleikana
1988. Eins og ég sagði stefni ég núna
að því að ijúka námi en hvað síðar tek-
ur við hef ég ekki gert upp við mig.
Það er svo margt sem kemur til greina
og nægur tími til þess að hugsa um
það.“
verið velkomin - reynið viðskiptin - póstsendum
HESTAMAÐURINN
Sérverslun með hestavörur, Ármúla 38, sími 681146.
23