Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 14

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Qupperneq 14
Sterkasti maður heims — hér tryggir Jón Páll sér titilinn. Hann hefur tekið síð- ustu tunnuna á öxlina og eftir að hafa ávarpað áhorfendur hleypur hann spretthlaup í mark. — Ég er búinn að hnoða þessa karla nokkur undanfarin ár og nú ætla ég að baka þá. Ég tek því Valbjörn Jónsson, bakara með mér til Nice til þess að hjálpa mér við baksturinn, sagði Jón Páll Sigmarsson í viðtali við eitt dagblaðanna skömmu fyrir keppn- ina um titilinn „Sterkasti maður heims“. Þetta voru orð að sönnu, því Jón Páll kom, sá og bakaði andstæð- ingana í keppninni og hann mun því bera þennan eftirsótta titil næsta árið. íþróttablaðið ræddi við Hjalta „Úrs- us“ Árnason, kraftlyftingakappa og annan aðstoðarmann Jóns Páls á mót- inu og féllst hann á að skýra frá gangi keppninnar, auk þess sem hann leyfði okkur að birta nokkrar þeirra mynda sem hann tók á meðan keppninni stóð. Vegna strangra reglna má Jón Páll ekki tjá sig um mótið fyrr en eftir 1. janúar 1987 en Hjalti er hins vegar ekki bund- inn neinum þagnareiði og getur því látið gamminn geysa. ÁTTA KRAFTAKARLAR Alls tóku átta kraftakarlar þátt í keppninni að þessu sinni. Frá Bret- landi kom titilhafinn, Geoff Capes; frá Bandaríkjunum kom hinn „íturvaxni" Grizzly Brown sem vegur aðeins 171 kíló á sokkaleistunum; Ab Wolders var fulltrúi Hollendinga; Ilkka Numisto kom frá Finnlandi; Klaus Wallace frá Austurríki; Jean Pierre Bruael var full- trúi heimamanna; Kanadamaðurinn Dusko var þarna og auðvitað Jón Páll Sigmarsson. TRUKKADRÁTTUR Fyrsta greinin var trukkadráttur en hún fólst í því að draga 7.5 tonna vöru- flutningabifreið, 30 metra vegalengd á sem skemmstum tíma. í þessari grein tók Capes forystuna, Jón Páll varð annar og Numisto varð þriðji. Capes fékk því átta stig, Jón Páll sjö og Finn- inn sex stig. SEKKJAHLAUP í þessari grein var hlaupið með 100 kílóa sekk alls 50 metra vegalend og síðan átti að draga 200 kílóa sekk eftir malbikinu til baka. Þessi úthalds og snerpugrein setti marga út af laginu en Jón Páll sigraði og fékk átta stig, Capes varð annar og fékk sjö stig en Numisto frá Finnlandi varð þriðji með sín sex stig. Staðan: Jón Páll og Capes með 15 stig hvor en Numisto með 12 stig. STEINALYFTA Þessi þraut var ein erfiðasta grein keppninnar. Lyfta átti kúlulaga stein- um upp á tunnur, alls fimm steinum frá 70 upp í 150 kíló að þyngd. Fyrir keppnina hafði enginn lyft þyngsta steinunum nema Jón Páll (í Glasgow íyrr á árinu) og okkar maður taldi sig því aðeins þurfa að lyfta íjórum stein- um til þess að vinna þessa grein. Það fór þó á annan veg því finnska tröllið lyfti fimmta steinum upp á tunnuna, reyndar á slökum tíma en upp fór steinninn og annar upphandleggsvöðvi Numisto slitnaði við áreynsluna. Jón Páll varð því að lyfta fimmta steininum og sigr'aði í greininni en Capes varð annar á tíma og Numisto þriðji. Stað- an: Jón Páll 23 stig, Capes 22 stig og Numisto 18 stig. BÍLVELTA Önnur grein, annars keppnisdags, var fólgin í því að hlaupa 60 metra vegalengd á tíma og velta þrem fólks- bílum á leiðinni. Þarna náði Capes að skjótast upp íyrir Jón með því að sigra, Wolders varð annar en Jón Páll þriðji. Staðan: Capes 30 stig, Jón Páll 29 stig en aðrir komu talsvert á eftir. Numisto 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.