Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 62

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Page 62
AÐ 1IPPA FYRIR 96 MILLJÓNIR — Birna Einarsdóttir framkvæmdastjóri íslenskra getrauna Texti: Halldóra Guðrún Sigurdórsdóttir Myndir: Loftur Ásgeirsson 1x2. Getraunir. Hver kannast ekki við Islenskar getraunir, enska fótbolt- ann og allt sem því fylgir? Allir. í sautján ár hafa íslendingar tippað (þvílíkt orð!) þó aldrei eins mikið og á seinasta ári. Hvað veldur? Því er fljót- svarað. Það er hún Birna. Þegar talað er um framkvæmda- stjóra íslenskra getrauna er verið að tala um lágvaxna, fíngerða, ljóshærða konu. Ein af þeim mörgu sem rofið hefur hið hefðbundna mynstur karla- þjóðfélagsins þar sem „stjóra“ for- skeytið hefur trjónað fyrir framan nöfn karlmanna.„Ég hef ekki þurft að líða íyrir það að vera kona í þessu starfi og ef eitthvað er þá hef ég notið góðs af því.“ Þrátt fyrir að hún hafi verið alin upp í Hlíðunum heldur hún ekki með Val, ekki heldur Víkingi þó að hún búi í Bústaðahverfinu og enn síður með ÍR þrátt fyrir það að hafa æft „hér áður fyrr“ með því ágæta félagi. „Ég held að það sé ákveðinn kostur í þessu starfi að sala getraunaseðlanna er eina aðal tekjulind nokkurra íþróttafélaga. Ég hef lúmskt gaman af því þegar um- boðsaðilarnir koma hingað og reyna að fá mig til að viðurkenna að ég haldi með ákveðnu félagi þar sem þeir eiga virkilega erfitt með að trúa því að ég haldi ekki með neinu en svona er það“ segir hún og glottir. 62

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.