Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 11

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 11
Jón Páll I keppni í hnébeygju á íslandsmótinu í kraftlyftingum 1985 en þetta var síðasta kraftlyftingamótið sem Jón Páll keppti í. það hefur gerst, þá hef ég einbeitt mér að því að þjálfa aðra hluta líkamans á meðan ég er að jafna mig á meiðslum, segir Jón Páll en þess má geta að hann hefur heldur ekki látið meiðsli hindra sig í að keppa. í keppninni um titilinn „sterkasti maður heims“ á dögunum keppti hann t.d. þrátt fyrir tognun og svo mætti lengi telja. HÆTTI í OL-LYFTINGUM VEGNA MEIÐSLA — Ég varð þó að hætta í OL-lyft- ingunum á sínum tíma vegna meiðsla í olnboga. Ég var að jafnhatta af „statíf- um“ ein 115 kíló en missti jafnvægið og rak olnbogann í statífm og meiddi mig illa. Reyndar sá ég ekkert eftir tví- þrautinni. Ég fann mig aldrei almenni- lega í Iyftingunum og tók allan tímann mikið af aukaæfingum. Ég var heldur ekkert sérstaklega hrifinn af því hvern- ig margir lyftingamennirnir litu út. Þeir voru ekki vaxnir samkvæmt hug- myndum mínum um útlit sterkra manna, margir rassstórir en með litla kassa og rýra handleggi. Guðmundur Sigurðsson er þó sannarlega undan- tekningin því hann hafði alltaf góðan vöxt eins og kom best í ljós þegar hann skellti sér í vaxtarræktina og hirti titil- inn án þess að hafa mikið fyrir því, seg- ir Jón Páll en hann segist strax hafa fundið sig í kraftlyftingunum. — Ég varð fljótt sterkur í bekk- pressu en ég þurfti að hafa mikið fyrir hnébeygjunni og réttstöðulyftunni. Ég er ekki beinlínis byggður fyrir hné- beygju enda með fremur langa fætur, en það þýddi þó ekkert að gefast upp. Ég æfði bara þar til árangur skilaði sér. Annað kom ekki til greina. Jón Páll tók fyrst þátt í íslandsmóti í kraftlyftingum 1979 en þá lyfti hann 250 eða 260 kílóum í hnébeygjunni en öllum á óvart féll hann úr keppni í bekkpressunni. — Ég fékk ekki gilda lyftu vegna einhverra tæknigalla sem fáir sáu og mér sárnaði þetta mjög. Ég var þarna að keppa á mínu fyrsta íslandsmóti og þrátt fyrir að lyfturnar væru dæmdar ógildar, lét ég alltaf hækka og lyfti þyngdunum. Ég átti best 145 kíló fyrir þetta mót en á mótinu fór ég upp með 155 kíló í þriðju tilraun, en það var dæmt ógilt. Það fauk í mig og ég fór beint niður í upphitunarklefann og lyfti 165 kílóum! BRONS Á NORÐ URLANDAMÓTI Það má hiklaust segja að þetta ár hafi Jón Páll komist í sviðsljósið svo um munaði. Margir muna enn eftir því þegar þessi 19 ára glaðbeitti kraftlyft- ingamaður tryggði sér bronsverðlaun- in á Norðurlandamótinu sem haldið var í Laugardalshöllinni eftir harða keppi. Þarna kom kannski fyrst í ljós hversu auðvelt Jón Páll átti með að hrífa áhorfendur með sér. Hann lyfti 707.5 kílóum á mótinu og bætti fyrri árangur sinn verulega. Norðurlanda- meistari varð Svíinn Hedlund. Jón Páll varð svo íslandsmeistari árið eftir en Norðurlandatitilinn krækti hann i 1981 á móti í Drammen í Noregi. Evr- ópumetin létu heldur ekki ár sér standa og Jón Páll setti á annan tug Evrópumeta í réttstöðulyftu og saman- lögðu á næstu árum. Þessi met, 370 kíló í réttstöðulyftu og 970 kíló í sam- anlögðu, stóðu þar til nýlega, en hvarflaði aldrei að Jóni Páli að reyna við tonnið ? — Það var aldrei neitt takmark í sjálfu sér og ég efast að ég fengi mikið út úr því þó ég Iyfti yfir 1000 kílóum í keppni. Ég einbeiti mér nú að krafta- keppnunum og keppi ekki í kraftlyft- ingum á meðan. Það má vel vera að ég reyni við tonnið einhvern tímann en það er ekkert á stefnuskránni sem stendur, segir Jón Páll en þess má geta að hann ætlaði að vera með á síðasta íslandsmóti í kraftlyftingum á Akureyri en meiðsli settu þá strik í reikninginn. Jón Páll segist þá hafa ætlað sér að bæta réttstöðulyftumetið verulega, en það er sem fyrr segir 370 kíló. — En hvernig kom það til að Jón Páll fór að keppa í kraftakeppnum ? — Ég fór fyrst á Víkingamótið 1982 og vann þá fjórar greinar af sjö á mót- inu. Ég vann kraftlyftingagreinarnar með yfirburðum, lyfti 950 kílóum og fyrir síðustu greinina var ég með rúmlega 100 kílóa forskot á næstu menn. Á þessu móti voru ekki gefin stig fyrir sigur í einstökum greinum, heldur töldu kílóin sem lyft var. Síð- asta greinin var hin svokallaða víkinga- lyfta en hún er fólgin í því að lyfta palli með lóðum sem hefur verið hlaðið á. Heimamaðurinn Leif Viggen Wigholm hefur sérhæft sig í þessari grein og vann hana og þar með mótið. Aðrir keppendur stóðu mun lakar að vígi í þessari grein því enginn átti kost á að æfa hana nema Wigholm. Ég var auð- vitað ekkert sáttur við það að tapa fyr- ir máttlausum manni enda hefði ég unnið keppnina með yfirburðum ef stigagjöf hefði verið viðhöfð. Ég náði annars fram „hefndum" ári síðar er ég „rúllaði" Wigholm upp í keppninni um titilinn „Sterkasti maður Evrópu“, seg- ir Jón Páll en hann hafnaði í þriðja sæti í þeirri keppni. Var Jón Páll þokkalega ánægður með þann árangur því hann sleit liðbönd í ökkla fyrir mótið og gat því ekki beitt sér sem skyldi. Reyndar segir hann að þessi meiðsli séu fyrst að verða góð núna. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1017-3579
Tungumál:
Árgangar:
64
Fjöldi tölublaða/hefta:
390
Gefið út:
1935-2012
Myndað til:
2012
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Íþróttasamband Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað: 6. tölublað (01.12.1986)
https://timarit.is/issue/408507

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

6. tölublað (01.12.1986)

Aðgerðir: