Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 20
,Mér þykir vænt um bæinn minn Hafnarfjörð og vil ég veg hans sem mestan. fremstu röð. Það kostaði að vísu sínar fórnir og þegar ég fór í Versló komst ekkert annað að en handboltinn og því varð maður af öllu félagslífi í skólan- um. Tíminn fór í námið, æfingar á kvöldin og leiki þess á milli. Ég hef líka alla tíð verið mjög samviskusamur við æfingar og leiki og tekið hlutverk mitt alvarlega — enda kemur ekkert annað til greina ef árangur á að nást.“ LÍNAN HENTAÐI MÉRVEL Við víkjum talinu að hinu unga liði FH sem Þorgils tók m.a. þátt í að byggja upp undir handleiðslu Geirs Hallsteinssonar. Samstarf þeirra Krist- jáns Arasonar ber á góma og ég spyr hvort ekki hafi myndast rígur eða sam- keppni milli þeirra tveggja sem óneit- anlega hafa verið mest áberandi meðal leikmanna FH hin síðari ár. „Við Kristján byrjuðum saman á unglingsárunum í handboltanum. Þá var Kristján þegar orðinn mjög hávax- inn og örvhentur að auki og þess má geta til gamans að hann var þá ung- lingalandsliðsmaður í körfuknattleik og æfði jafnframt hástökk. Kristján er einu ári eldri en ég og því æfðum við ekki alltaf saman til að byrja með og það var ekki fyrr en í 2. flokki að sam- starf okkar fór að vera áberandi. Nei, ég vil ekki segja að það hafi ríkt sam- keppni á milli okkar. Ég þurfti á Krist- jáni að halda til þess að gefa boltann inn á línuna og því var betra að hafa hann góðan,“ segir Þorgils og brosir. Vel á minnst — af hverju valdir þú að spila á línunni? „Sumir vilja segja að þeir lélegustu séu jafnan settir á línuna," segir Þor- gils og aftur er stutt í brosið. „En línan hentaði mér vel, ég var grannur og létt- ur og einhvern veginn þróaðist þetta smám saman. Ég þótti góður sem línu- maður og þess vegna einbeitti ég mér að því hlutverki. Ég hafði metnað fyrir minni stöðu í liðinu og var ákveðinn í að standa mig þar og þar hef ég haldið mig síðan og ekki séð eftir því.“ Eins og komið hefur fram var Þor- gils Óttar ungur valinn í landsliðið eða aðeins 19 ára gamall „Það koma mér töluvert á óvart að vera valinn í landsliðið. Ég hafði spilað einn vetur með meistaraflokki FH en hafði reyndar áður spilað nokkra landsleiki með landsliði 18 ára ogyngri og 21 árs og yngri. Á þessum tíma voru Ólafur H.Jónsson og Björgvin Björg- vinsson að hætta með landsliðinu og því opnaðist möguleiki fyrir mig að taka við þeirra hlutverki á línunni. Ég þótti efnilegur línumaður og því var ég valinn til æfinga." Hvernig var að koma inn í landslið- ið? BOGDAN SVÍFST EINSKIS „Þetta var allt mjög framandi fyrir mig. Það er töluvert öðruvísi að spila með landsliðinu og það gilda allt aðrar reglu þar. Það hefur komið fyrir að miðlungsleikmaður með félagsliði hef- ur komið mjög vel út með landsliðinu og toppmaður með félagsliði hefur aft- ur á móti komið illa út með landslið- inu. Þetta voru góðir strákar sem gam- an var að vinna með og andinn i liðinu er alveg einstakur. Þar gleymist allur rígur sem ber á í deildinni og allir leggj- ast á eitt og vinna sem ein heild.“ Hvað með Bogdan? Nú hefur hann þótt harður húsbóndi og umdeildur þjálfari? „í mínum huga er Bogdan maður 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.