Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 9

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 9
Texti: Þorgrímur Þráinsson. Myndir: Grímur Bjarnason o.fl. r f— Slegist í för með' Atla Hilmarssyni, einni af stjörnum íslenska landsliðsins í handbolta. Atli segir á hispuslausan hátt frá handboltaferli sínum í Þýskalandi sem á hejinleið og gengur tU liðstvið sitt gamla félag; var á.stundum allt anna/( Hann fékk handbolta í jólagjöf og skömmu síðar var barnagæsluvöllur- inn fyrir utan blokkina orðinn vett- vangur „landsleikja". Allir guttarnir voru ímyndaðar stjörnur landsliðsins og hvert sigurmarkið var skorað á fætur öðru. Guttarnir léku handbolta á gangstéttinni, fleygðu sér inn á grasbala og köstuðu boltanum í girð- inguna sem var markið. Margur gutt- inn fékk þarna sína fyrstu reynslu af iþróttinni og líkast til hvarflaði ekki að þeim að einn þeirra ætti eftir að verða ein af stjörnum landsliðsins í handbolta tveimur áratugum síðar. Spriklað var á grasbalanum frá morgni til kvölds allan ársins hring og var ánægjan þreytunn jafnan yfir- sterkari. Einn guttanna, sá sem átti eftir að ná lengst, bjó á 4. hæð í blokkinni og kepptist jafnan við að stökkva upp stigann í sem fæstum skrefum. Hann hafði vart lokið við að „dingla" bjöllunni er hann var kominn upp á efstu hæð. í dag nýtur hann góðs af þessari hraöferð upp stigann því hann býr yfir geysilegum stökk- krafti og getur „hangið" tímunum sáman í loftinu. 9

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.