Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 20

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Síða 20
ívar Webster öfugt farið ennþá allavega. Ef fólk sér mig á ferðinni snýr það sér við og horf- ir á eftir mér. Þetta angrar mig ekki en ég tek eftir þessu. Þetta mundi örugglega breytast ef ég yrði hér í einhvern tíma. Það var sagt við mig áður en ég fór norður að Akureyringar væru mjög Iokaðir og að það væri erfitt að kynnast þeim en það hef ég alls ekki orðið var við. Þvert á móti hafa þeir verið mjög opnir og vingjarn- legir. En þetta er líka undir hverjum og einum einstaklingi komið, hvernig hann kemur sjálfur fram.“ — Það hefur því ekki verið erfitt fyrir þig sem svertingja að búa á ís- landi? „Nei svo sannarlega ekki en það hef- ur verið erfitt fyrir mig að vera svona stór og búa á íslandi. Ég fæ hvorki föt eða skó á mig hér á landi og verð að panta þetta allt að utan. Það er eina vandamálið sem ég hef lent í á íslandi." SKÍRÐUR í HÖFUÐIÐ ÁSYNIMÍNUM — Hvenær fékkst þú íslenskan rík- isborgararétt? „Það var 1. júní 1984. Ég held að ég sé einn af fáum mönnum á landinu sem er skírður í höfuðið á syni sínum. Son- ur minn heitir Pálmi ívar og þegar ég varð íslenskur ríkisborgari tók ég ann- að nafnið hans. Ég hafði gifst íslenskri konu og átt með henni börn og ég hafði mikinn áhuga á því að leika körfubolta áfram og því tók ég þá ákvörðun að gerast íslenskur ríkis- borgari." En hvenær gastu farið að leika með íslenska landsliðinu? — Ég spilaði fyrst með liðinu á Polar- Cup árið 1985 og hef verið í lið- ívar ásamt eiginkonu sinni Sigurbjörgu dóru Janet og Pálma ívari. inu síðan. Landsliðið í dag er það besta sem ísland hefur átt. Við tökum þátt í Norðurlandamótinu í Danmörku í apríl og ég er á því að ísland hafi aldrei átt jafn mikla möguleika og í ár að vinna það mót. Mótið verður líka jafnara en það hefur nokkurn tíma verið.“ ÆTTIAÐ LEYFA ÚTLENDINGA Á NÝ — Hefur þá íslenskur körfubolti verið á uppleið á undanförnum árum? „Já, alveg síðan Kanarnir fóru að leika með íslenskum félagsliðum og þá kannski sérstaklega eftir að þeir voru bannaðir aftur. Þá þurftu íslensku leik- mennirnir að sýna hvað í þeim bjó og gera hluti sem Kanarnir höfðu áður gert. Ég held að það yrði sterkur leikur fyrir íslenskan körfubolta að leyfa út- lendingum að spila hér að nýju. Ég veit Halldórsdóttur og börnum þeirra, Hall- að áhorfendur mundu alla vega hafa gaman af því. íslensku leikmennirnir eru líka orðnir það góðir að það yrðu enn skemmtilegri leikir en þegar Kan- arnir komu fyrst. Það væri alls ekki svo vitlaust að leyfa útlendinga annað hvert eða jafnvel þriðja hvert keppnis- tímabil. íslandsmótið yrði miklu skemmtilegra fyrrir vikið,“ sagði ívar Webster að Iokum. Webster hefur svo sannarlega sett svip sinn á íslenskan körfuknattleik á undanförnum árum og vonandi á hann eftir að gera það í náinni framtíð. Hann hefur sýnt miklar framfarir síðan hann kom til landsins, hittnin mjög góð og í vörninni standast fáir honum snúning enda er hann 2.10 m á hæð. Það mun áreiðanlega mæða mikið á honum með íslenska landsliðinu á Norðurlanda- mótinu í Horsens á Jótlandi 24.-27. apríl næstkomandi. Alhliða íþróttavörur — Fjölbreytt úrval Don Cano New Sport Adidas Nike H2Q Danskin Speedo Schiesser VÍSA Viö seljum aðeins gæöavörur á góöu veröi. SPORTBÚÐ KÓPAVOGS HAMRABORG20A Sími 641000 20

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.