Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 24
— Hver eru takmörk þín í sumar og
hvað er helst framundan?
„Heimsmeistaramótið er aðalmótið,
þar stefni ég á toppinn. Ég mun einnig
keppa á alþjóðlegum Grand-Prix mót-
um. Metralega séð stefni ég, ef heilsa
leyfir, að verða meðal 10 bestu
í heiminum. Fyrst og fremst
er ég að þessu vegna ánægjunnar,
en það er gaman að gleðja aðra
en best að lofa ekkert upp í ermina
á sér. En ef ég geri eitthvað með
fullum huga, að þá geri ég það eins
og mér best gefst kostur. Æfing-
arnar ganga vel um þessar mundir. Ég
er að vinna í kasttækninni og meiri
hraða. í fyrsta skipti hef ég nú æfinga-
félaga hér úti sem er Sigurður Matthí-
asson og er það mikill munur. Ég hef
þjálfaraaðstoð hér og heima þar sem
Stefán Jóhannsson hefur verið mér
innan handar. Við munum væntanlega
vinna mikið með myndband í sambandi
við tæknina þegar fjárhagurinn leyfir.
Enginn gerir kraftaverk frítt í dag.“
SIGURÐUR
MATTHÍASSON
ÉG REYNIAÐ HANGAÍ
HALANUM Á GULL-
KÁLFUNUM TVEIMUR.
Sigurður Matthíasson kom á óvart í
sumar og kastaði spjóti 73,50 m. Sig-
urður er eini nýliðinn í hópnum hér í
Alabama, kom um áramótin og er þeg-
ar kominn á full í skóla og við æfingar.
— Þú varst í Noregi í fyrra Sigurð-
ur, hvað veldur því að þú kemur til
Alabama í ár ?
„Ég og Sigurður Einarsson keppt-
um mikið saman síðastliðið sumar og
tjáði hann mér þá um þróun mála í
Alabama og hvatti mig til þess að koma
hingað. Heillaðist ég af frásögn hans
og orðsnilli. það var ekki að sökum að
spyrja eftir sögu Sigurðar hvert stefna
skyldi og því var það ákveðið að ég og
konan mín myndum hefja nám hér eftir
áramótin."
— Hvernig líkar þér svo hér í Ala-
bama ?
Mér líkar mjög vel við æfingaaðstöð-
una og yfirleitt allt skólakerfið í heild
sinni. Koman til Alabama var mikil
breyting. Veðráttan er t.d. mun betri
hér en heima, æfingaálag mun meira en
áður, skólakerfið og enskan flókin til
að byrja með. Hins vegar hefur þetta
allt sinn vanagang, lífið og tilveran
hefur góð áhrif á mig og ég er bjart-
sýnn á framhaldið.“
— Hvert er takmark þitt í sumar
Sigurður?
„Ég reyni að hanga í halanum á
gullkálfunum tveimur Sigurði Einars-
syni og Einari Vilhjálmssyni og ef vel
tekst til að þá vildi ég gjarnan verða
forystutuddinn á nokkrum mótum í
sumar. Þó allir vilji góssið, þá er mikið
atriði að við frjálsíþróttalandar vinnum
saman sem ein heild.“
EGGERT BOGASON
KRINGLAN ER
GÖFUGUST GREINA
Eggert Bogason náði stórgóðum
árangri í kringlukasti í sumar, kastaði
62,42 m. Eggert er að hefja sitt síðasta
tímabil í keppni fyrir skólann hér úti
eftir undanfarin þrjú góð ár þar sem
hann hefur stórbætt árangur sinn. Við
hittum þennan öfluga dreng í lyftinga-
klefanum þar sem hann var að pumpa
járn.
— Ert þú ánægður með síðasta
keppnistímabil Eggert?
„Nei, mér gekk ekki nógu vel þegar
á reyndi þ.e. á háskólamótinu hér úti
og svo heim í Bikarkeppni FRÍ. Þar átti
ég að vera í nokkuð góðu formi eftir að
hafa bætt minn persónulega árangur í
vikunni áður í 62,42 metra, en kastaði
aðeins tæpa 55 metra í Bikarkeppn-
inni.“
— Þú hefur náð bestum árangri í
kringlukastinu en ert einnig bestur á
landinu í kúluvarpi og sleggjukasti.
Ætlarðu að leggja einhverja áherslu á
þessar greinar?
„Þar sem kringlan er göfugasta
grein allra greina mun ég eingöngu
24