Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 26

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 26
Keppnisfólk í sunddeild Vestra á ísafirði. ÍSAFJÖRÐUR — íþróttablaðið athugar íþróttalíf á ísafirði. Texti: Þorgrímur Þráinsson. Myndir: Qrímur Bjarnason. Snævi þaktar brekkurnar á Selja- landsdal og Sundhöllin eru vinsæl- ustu staðir ungs fólks á ísafirði um þessar mundir. Þá unglinga sem ekki leggja stunda á aðra hvora íþrótta- greinina, er þar vart að finna. Ungir jafnt sem aldnir hafa stundað brekk- urnar á ísafirði svo lengi sem elstu menn muna en sundið hefur verið í miklum uppgangi síðustu ár. Sund- deild Vestra er bikarmeistari Islands og nú þegar eru fimm ungmenni frá ísafirði í landsliðinu í sundi. Knatt- spyrnan hefur verið í lægð að undan- förnu og er ástæða þess líklega sú að erfitt hefur verið að fá góðan þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins. ÍBÍ leikur sem kunnugt er í 2. deild en fyrir nokkrum árum lék liðið í 1. deild og spjaraði sig vel. Fulltrúar íþróttablaðsins stigu skjálf- andi upp í flugvél með bundið fyrir augun og eftir fimmtíu mínútna flug voru þeir bomir út úr vélinni á ísafirði. Veðrið skartaði sínu fegursta, snjór var í fjöllunum og líf í miðbænum. Við vor- um ekkert að tvínóna við hlutina og bönkuðum fyrst upp á hjá æsku- og íþróttafulltrúa staðarins. Sá Ijúfi mað- ur er fyrrum landsliðsmaður í knatt- spyrnu og heitir Björn Helgason. Segja má að hann stýri íþrótta- og æskulýðs- málum á ísafirði. „Blómlegustu íþróttagreinarnar hér eru skíðaiðkun og sund. Ástæða þess er sú að aðstaða fyrir aðrar íþróttagreinar er alls ekki 26

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.