Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 30

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Side 30
ísafjörður arnar eru kraft- og snerpuaukandi en það verður að fara varlega því þetta er helsti meiðslavaldurinn. Annars er skortur á æfingjatækjum fyrir sundfólk tilfinnanlegur. Foreldrar krakkanna hafa smíðað æfingatækin og hef ég sent teikningar af þeim víða því fleiri sundfélög ættu að geta gert slíkt hið sama. Margir kvarta og kveina yfir tækjaleysi en þetta má leysa á einfald- an hátt. M.a. létum við smíða fyrir okk- ur hólk með myndavél sem getur tekið myndir neðanvatns. Við erum búin að sérpanta sundbekki sem kosta um 100.000 krónur stykkið og safna krakkarnir sjálfir fyrir þeim.“ — Hvert heldurðu að stefni al- mennt með afreksfólk í sundi á íslandi? „Ég held að við eigum eftir að sjá mikla uppbyggingu í sundinu. Menn eru farnir að trúa því að við getum þetta — dæmin sanna það og fleiri fylgja í kjölfarið. Við höfum sýnt það hér að hvorki aðstaða né laugarstærð skiptir svo miklu máli. Þetta er algjör- lega spurning um vilja. Á næstunni eig- um við eftir að sjá ævintýri gerast. Ef farið var að ræða markmið fyrir tveim- ur árum og hvort stefnt skyldi á Ólympíuleikana var hreinlega brosað. í dag eigum við mann í úrslitum á heimsmeistaramóti og viðhorfin breyt- ast með betri árangri. Landsliðsmálin eru á réttri leið og er góð samvinna á milli þjálfara félaganna." — Heldurðu að við náum einhvern- tíma að eiga fólk sem stígur á verð- launapall á Ólympíuleikum eða heims- meistaramóti? „Ég hef fulla trú á því. Þetta er ein- staklingsíþrótt og ég get ekki séð að við eigum lakara sundfólk en aðrir. Ég hef trú á því að við munum eiga að Ólafur Þór Gunnlaugsson hefur gert ótrúlega hluti með sundkrökkunum á ísafirði. minnsta kosti einn mann í úrslitum á næstu Ólympíuleikum." - Ætlarðu að vera eitthvað áfram hér á ísafirði? „Ég stefni að því að vera á ísafirði næstu 3-4 árin.“ LANDSLIÐS- ÞJÁLFARINN Á SKÍÐUM Landsliðsþjálfari íslands á skíðum er ísfirðingur í húð og hár og heitir Haf- steinn Sigurðsson. Hann byrjaði snemma að renna sér á skíðum eins og allir innfæddir og varð fljótt afreks- maður í fremstu röð. Hafsteinn hefur starfað sem landsliðsþjálfari íslands frá árinu 1983 og er starf hans mjög fjöl- breytt. „Starf mitt felst í að gera æf- ingaáætlun fyrir landsliðsfólkið og fylgjast með að farið sé eftir henni. Annað slagið höfum við æfingar þar sem farið er yfir alla hluti og síðan höldum við námskeið fyrir landsliðs- fólkið. Þar öðlast það B-þjálfunarstig og er allt annað að vinna með krökk- unum eftir að þau tóku þjálfunarstig- ið. Áður vissu þau nánast ekkert um líkams- eða skíðaþjálfun. B-þjálfunar- stigið byggist á almennum líkamsæf- ingum, sérstaklega fyrir alpagrein- arnar. Starf mitt felst líka í að undirbúa æfinga- og keppnisferðir. Þar hefur verið um sex manna keppnislið að ræða. Yngra landsliðsfólkið hefur ekki verið á mínum vegum en það vantar tilfinnanlega þjálfara fyrir það. Lands- liðið hefur dvalið töluvert erlendis við keppni og æfingar undanfarna mánuði og til marks um það var liðið í alls 16 vikur erlendis frá september 1986 til febrúar 1987. í lok þessa mánaðar (mars) höldum við síðan í hálfs mánað- ar keppnisferð til Frakklands og Sviss.“ — Hver er aðalástæða þess að skíðaáhugi hefur dalað á landinu? „Ástæðurnar eru margar að mínu viti. Skíðaútbúnaður er mjög dýr og þarf margsinnis að endurnýja hann. Skíðavörur eru lang mest tolluðu íþróttavörur á landinu. Keppnisfólk þarf að eiga tvö pör, svigskíði og stór- svigsskíði, auk bindinga og annars út- búnaðar. Ein ástæða minnkandi skíða- áhuga í landinu er stöðnun í uppbygg- ingu íþróttamannvirkja. Fólk verður hreinlega leitt á sömu mannvirkjunum og sömu brekkunum. Aðeins á Akur- eyri og Dalvík hafa verið settar upp Fjölþætt verslun og þjónusta Kaupfélag ísafjarðar Austurvegi 2, 400 ísafirði, sími 94-3266

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.