Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 47

Íþróttablaðið - 01.04.1987, Page 47
SKEMMTILEGAST AÐ MYNDA BOX r\ r\ Sverrir Vilhelmsson Hann Sverrir Vilhelmsson byrjaði að taka myndir vegna áhuga á lögreglu- málum. Þannig var að Sverrir átti svo kallaðan „skanner" en það er tæki til að hlera fjarskipti lögreglu og slökkvi- liðs. Ljósmyndarar á Morgunblaðinu og DV höfðu yfir að ráða samskonar tæki og voru þvi fljótir og oft á undan Iöggunni á vettvang slysa. Sverrir sá að nefnd blöð voru alla jafna með góðar slysamyndir og ákvað að plægja þenn- an sama akur. Hann fékk sér myndavél og fór að selja Tímanum slysamyndir, þótt hann hafi ekki haft mikinn áhuga á ljósmyndun fram að þeim tíma en fyrsta myndin eftir hann birtist árið 1981. Sverrir hélt uppteknum hætti þar til dagblaðið NT var stofnað. Þá tók við blaðinu „löggusinnaður" rit- stjóri, eins og Sverrir orðaði það og varð Sverrir þá fastráðinn ljósmyndari við blaðið. Upphaflega átti hann ein- ungis að sinna löggunni en þótti það Magnús Ingi Stefánsson bjargar sér úr vandræðum á móti á Grafarholtsvelli. einhæft og fór því fljótlega á vaktir eins og aðrir ljósmyndarar blaðsins, Þeirri vinnu fylgdi Qölbreyttari myndataka og brátt fór Sverrir að taka íþróttamyndir. „Ég hafði aldrei haft mikinn áhuga á íþróttum nema ef vera skyldi kvart- mílu. Reyndar hafði ég stöku sinnum horft á handbolta í sjónvarpinu en á völlinn og í höllina fór ég fyrst til að mynda og það var skrítin upplifun að koma í fyrsta skipti í höllina fulla af öskrandi áhorfendum." Svipbrigði grindahlaupara. 47

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.